Ég settist fyrir framan skjáinn með fulla skál af poppi og ætlaði að byrja að skrifa eitthvað sniðugt. En, ég gat ekki byrjað að skrifa stafkrók fyrr en ég hafði étið upp hverja einustu poppbaun...græðgin þar á ferð.
En popp er gott, svo er það líka einfalt. Einfalt og gott! Þá er ég líka að meina alvöru popp sem maður mallar sjálfur, maís sem maður skellir í pott og smellir á helluna. Awww...luv it.
Annars er fátt gáfulegt að frétta annað en það að ég er enn einu sinni búin að koma mér í leikfélagsstjórn, reyndar ekki LMA heldur hjá leikfélaginu Sögu. Veit ekki hvaða titli ég gegni þar en er strax komin með mission. Vorum með fund á Karó áðan þar sem við brugguðum ýmis launráð.
Þess má geta að kötturinn fílar tölvutöskuna mína í botn, liggur í henni núna og einangrar töskun enn betur að innan með þeim hárum sem losna af henni. Heillandi.
En, Times býður mín með óþreyju...vildi að ég gæti sagt það sama. Verð að undirbúa mig e-ð aðeins betur fyrir prófið á morgun.
........stuð
En já, það lítur út fyrir það að öll komment sem hafa komið inn á síðuna áður en ég breytti henni hafi horfið...en leitt.
mánudagur, desember 04, 2006
Allt er vænt sem vel er...
...grænt!
Smá breytingar framkvæmdar þar sem ég var ekki í stuði til þess að draga fram námsbækurnar. Endurnýjaði líka nokkra linka og solleiðis.
En ætli ég verði ekki að gera það á eftir, svo gott að gera hlutina bara "á eftir". Kanski þegar ég er búin að setja í þvottavélina, skoða myndir frá árshátíðinni og kanski eftir kaffisopa...s.s. mjög seint.
Annars ætti ég að stefna að því að fara fyrr að sofa þar sem ég er yfirleitt ekki að gera neitt það merkilegt svona seint á kvöldin. Stefni að því...
Svo þarf að skila inn Carmínu grein og mynd fyrir jól, ehe jah. Ég ætla að reyna að teikna mína mynd sjálf þar sem það er ódýrast og svo er það kanski líka bara smá áskorun á sjálfa mig. Aðal málið er bara að byrja á þessu.
Já málið er bara að byrja á þessu...kanski ég fari að setja í vélina, eftir smá kaffisopa.
Og munið krakkar mínir að það hefur enn og aftur sannað sig að...lífið er kúfiskur.
Smá breytingar framkvæmdar þar sem ég var ekki í stuði til þess að draga fram námsbækurnar. Endurnýjaði líka nokkra linka og solleiðis.
En ætli ég verði ekki að gera það á eftir, svo gott að gera hlutina bara "á eftir". Kanski þegar ég er búin að setja í þvottavélina, skoða myndir frá árshátíðinni og kanski eftir kaffisopa...s.s. mjög seint.
Annars ætti ég að stefna að því að fara fyrr að sofa þar sem ég er yfirleitt ekki að gera neitt það merkilegt svona seint á kvöldin. Stefni að því...
Svo þarf að skila inn Carmínu grein og mynd fyrir jól, ehe jah. Ég ætla að reyna að teikna mína mynd sjálf þar sem það er ódýrast og svo er það kanski líka bara smá áskorun á sjálfa mig. Aðal málið er bara að byrja á þessu.
Já málið er bara að byrja á þessu...kanski ég fari að setja í vélina, eftir smá kaffisopa.
Og munið krakkar mínir að það hefur enn og aftur sannað sig að...lífið er kúfiskur.
Á leið í háttinn...
Ákvað að kýkja aðeins á blessaða bloggið og sá að fólk var farið að kalla á færslu. Hvort sem það sé vegna þess að ég lifi svo forvitnilegu lífi að fólk bíði óþreyjufullt eftir hverri færslu, eða vegna þeirrar skyldu sem maður ber sem bloggari...að skila inn a.m.k. einni ómerkilegri færslu með upptalningu á liðnum atburðum. Án þess að spá frekar í því ætlaði ég að skilja eftir einn volgan bloggskít á síðunni.
Jólalögin eru farin að óma í útvarpinu og ég verð að viðurkenna að ég kann bara ágætlega við það. Minnir mann á það hvað það er stutt í jólin...og hvað manni finnst það vera stutt síðan þau voru seinast :S . Eiginlega bara tvær vikur í jólafríið...og þrjár skólavikur í prófin :(. En það er hausverkur morgundagsins.
Það er heitt að klæðast upphluti (og ég á ekki við að það sé "hot").
Annars þarf ég að fara að taka til á þessari síðu, allavega að laga linkana þar sem fólk hefur fengið þá sýki að þurfa sífellt að fá sér nýja og nýja bloggsíðu. En þetta er lýsandi fyrir það hvað ég er virk í bloggsamfélaginu, ekki sú duglegasta að flakka á milli síðna.
En...góða nótt
Og munið...að spenna bílbeltin
Jólalögin eru farin að óma í útvarpinu og ég verð að viðurkenna að ég kann bara ágætlega við það. Minnir mann á það hvað það er stutt í jólin...og hvað manni finnst það vera stutt síðan þau voru seinast :S . Eiginlega bara tvær vikur í jólafríið...og þrjár skólavikur í prófin :(. En það er hausverkur morgundagsins.
Það er heitt að klæðast upphluti (og ég á ekki við að það sé "hot").
Annars þarf ég að fara að taka til á þessari síðu, allavega að laga linkana þar sem fólk hefur fengið þá sýki að þurfa sífellt að fá sér nýja og nýja bloggsíðu. En þetta er lýsandi fyrir það hvað ég er virk í bloggsamfélaginu, ekki sú duglegasta að flakka á milli síðna.
En...góða nótt
Og munið...að spenna bílbeltin
miðvikudagur, október 18, 2006
mánudagur, september 18, 2006
Tekin burt
Fólk...skrýtið fyrirbæri. Óútskýranlegt og hálf sorglegt fyrirbæri, þó býsna ögrandi viðfangsefni. Enda verðum við öll að klást við það viðfangsefni út ævina.
Til þess að gera hlutina ögn flóknari og erfiðari viðfangs flokkast ég líka undir fyrirbærið "fólk" og bý þar með yfir öllum þeim göllum sem tilheyra þessu fyrirbæri. Ekki þó halda að ég sjái ekkert nema galla í fólki, þar sem það er líka fært um að gera ýmsa frábæra hluti í bland við hina slæmu. Viðfangsefnið sem ég er að tala um eru mannleg samskipti. Það sem gerir það svo erfitt viðfangs er margbreytileiki einstaklinga. Engir tveir geta mögulega haft sama sjónahorn á heiminn, eins og sagði í einhverri félagsfræðibók "hver og einn skoðar heiminn með sínum gleraugum". Síðan lifa og hrærast einstalingar í ólíkum aðstæðum og krinumstæðum. Það gerir það að verkum að fólk bregst mjög misjafnlega við ólíkum aðstæðum.
Þetta er kanski farið að hljóma eins og efnisgrein í einhverri sálfræðibók, en þetta er bara smá pæling. Ef allir eru svo anskoti ólíkir á allan hátt, hvað gerir það þá að verkum að sumir eru "líkari" sumum en öðrum? Hvað gerir það að verkum að þú átt auðveldara með að tjá þig við suma heldur en aðra? Hvers vegna lamdi stóri kallinn litla kallinn?
Endalaust er hægt að koma með spurningar, en það er alveg sama þó þú haldir að þú hafir svarið á reiðum höndum...þá held ég samt að þú hafir það ekki.
Þegar aðstæður, persónuleiki, skap, bakgrunnur, sjálfsálit og svo margt fleira spilar inn í hegðun fólks á degi hverjum (eða jafnvel hverri mínútu?), þá er svolítið erfitt að hafa svarið á reiðum höndum.
Þegar upp er staðið finnst mér stundum tilgangslaust að reyna að eiga samsipti við fólk yfir höfuð þar sem enginn getur skilið mann til fulls eða maður skilið hinn aðilann. Fólk vill oft misskilja hvort annað, sjá hlutina aðeins með sínum "gleraugum" og haga sér síðan samkvæmt því.
Þrátt fyrir þessa hálfbitru lýsingu á mannlegum samskiptum er ég ekki að lýsa því yfir að nú ætli ég að draga mig inn í þykka skel og vera þar það sem eftir er ævinnar. Þvert í móti er þetta verkefni sem flestir ættu að spreyta sig á. Reyna aðeins að stíga út fyrir kassann sem við erum búin að búa til í kringum okkur, eða líta aðeins út fyrir "gleraugun" sín og skoða heiminn án þeirra.
Til þess að gera hlutina ögn flóknari og erfiðari viðfangs flokkast ég líka undir fyrirbærið "fólk" og bý þar með yfir öllum þeim göllum sem tilheyra þessu fyrirbæri. Ekki þó halda að ég sjái ekkert nema galla í fólki, þar sem það er líka fært um að gera ýmsa frábæra hluti í bland við hina slæmu. Viðfangsefnið sem ég er að tala um eru mannleg samskipti. Það sem gerir það svo erfitt viðfangs er margbreytileiki einstaklinga. Engir tveir geta mögulega haft sama sjónahorn á heiminn, eins og sagði í einhverri félagsfræðibók "hver og einn skoðar heiminn með sínum gleraugum". Síðan lifa og hrærast einstalingar í ólíkum aðstæðum og krinumstæðum. Það gerir það að verkum að fólk bregst mjög misjafnlega við ólíkum aðstæðum.
Þetta er kanski farið að hljóma eins og efnisgrein í einhverri sálfræðibók, en þetta er bara smá pæling. Ef allir eru svo anskoti ólíkir á allan hátt, hvað gerir það þá að verkum að sumir eru "líkari" sumum en öðrum? Hvað gerir það að verkum að þú átt auðveldara með að tjá þig við suma heldur en aðra? Hvers vegna lamdi stóri kallinn litla kallinn?
Endalaust er hægt að koma með spurningar, en það er alveg sama þó þú haldir að þú hafir svarið á reiðum höndum...þá held ég samt að þú hafir það ekki.
Þegar aðstæður, persónuleiki, skap, bakgrunnur, sjálfsálit og svo margt fleira spilar inn í hegðun fólks á degi hverjum (eða jafnvel hverri mínútu?), þá er svolítið erfitt að hafa svarið á reiðum höndum.
Þegar upp er staðið finnst mér stundum tilgangslaust að reyna að eiga samsipti við fólk yfir höfuð þar sem enginn getur skilið mann til fulls eða maður skilið hinn aðilann. Fólk vill oft misskilja hvort annað, sjá hlutina aðeins með sínum "gleraugum" og haga sér síðan samkvæmt því.
Þrátt fyrir þessa hálfbitru lýsingu á mannlegum samskiptum er ég ekki að lýsa því yfir að nú ætli ég að draga mig inn í þykka skel og vera þar það sem eftir er ævinnar. Þvert í móti er þetta verkefni sem flestir ættu að spreyta sig á. Reyna aðeins að stíga út fyrir kassann sem við erum búin að búa til í kringum okkur, eða líta aðeins út fyrir "gleraugun" sín og skoða heiminn án þeirra.
þriðjudagur, júlí 18, 2006
Hálfnað
Jamm, eins og þið sjáið er ég í sumarfríi.
Æi...ókei, fyrst ég er hérna..ætli maður verði þá ekki að láta vita aðeins af sér.
Uuuu....annars ætla ég ekki að hafa það langt því Rockstar Supernova er að fara að byrja eftir smá og maður verður að styðja hann Magna eins og týpískur íslendingur.
Veðrið..ég byrja voða oft á því þegar ég blogga. Það er búið að vera ágætis veður sem af er sumri, nokkuð hlýtt en þó ætla´ég að setja út á rokrassgatið sem er býsna duglegt að láta til sín taka.
Er að vinna á pósthúsinu/sparisjóðnum og er í afleysingum í sjoppunni, sem er ágætt. Held samt að sjoppustarfið sé ekki til langframa...ekki alveg fyrir mig. Samt gaman að fá vinna með krökkunum þar.
Hef verið nokkuð dugleg að fara út að hjóla líka...gæti samt verið duglegri.
Fór inn á Akureyri 17. júní og það var gaman.
Kátir dagar seinustu helgi...líka gaman
Já...eins og sjá má er ég ekki í neinu sérstöku bloggstuði.
Segi bara góða nótt, og aldrei að vita nema maður láti heyra í sér aftur í sumar.
blésó
þetta vanalega..
lag líðandi stundar: sennilega Basicly með Gnarls Barkley eða Paradise by the dashbroadlight með Meatloaf.
Spekin: Skynsemin er þræll ástríðnanna - David Hume
Æi...ókei, fyrst ég er hérna..ætli maður verði þá ekki að láta vita aðeins af sér.
Uuuu....annars ætla ég ekki að hafa það langt því Rockstar Supernova er að fara að byrja eftir smá og maður verður að styðja hann Magna eins og týpískur íslendingur.
Veðrið..ég byrja voða oft á því þegar ég blogga. Það er búið að vera ágætis veður sem af er sumri, nokkuð hlýtt en þó ætla´ég að setja út á rokrassgatið sem er býsna duglegt að láta til sín taka.
Er að vinna á pósthúsinu/sparisjóðnum og er í afleysingum í sjoppunni, sem er ágætt. Held samt að sjoppustarfið sé ekki til langframa...ekki alveg fyrir mig. Samt gaman að fá vinna með krökkunum þar.
Hef verið nokkuð dugleg að fara út að hjóla líka...gæti samt verið duglegri.
Fór inn á Akureyri 17. júní og það var gaman.
Kátir dagar seinustu helgi...líka gaman
Já...eins og sjá má er ég ekki í neinu sérstöku bloggstuði.
Segi bara góða nótt, og aldrei að vita nema maður láti heyra í sér aftur í sumar.
blésó
þetta vanalega..
lag líðandi stundar: sennilega Basicly með Gnarls Barkley eða Paradise by the dashbroadlight með Meatloaf.
Spekin: Skynsemin er þræll ástríðnanna - David Hume
þriðjudagur, maí 30, 2006
Smá bloggi blogg...
Sumarið að tipla inn á tánum. Fór út í Kjanaskóg með stelpunum áðan, aðeins að losa sig við bókarykið. Sól úti og voða næs.
Sálfr, heimspeki og þýska að baki. Fram undan er íslenskupróf á fimmtudaginn, enska á fös og fjölmiðlafr. á þriðjudaginn. Svo er ekkert eftir nema að renna heim í kotið.
lög líðandi stundar: býsna mörg hræðilega hræðileg lög, m.a. my humps með Black eyed peas og eitthvað álíka :O
Sálfr, heimspeki og þýska að baki. Fram undan er íslenskupróf á fimmtudaginn, enska á fös og fjölmiðlafr. á þriðjudaginn. Svo er ekkert eftir nema að renna heim í kotið.
lög líðandi stundar: býsna mörg hræðilega hræðileg lög, m.a. my humps með Black eyed peas og eitthvað álíka :O
miðvikudagur, maí 24, 2006
Það er vetur á glugga...
Þetta vorhret er ógeðslegt...minnir mest á vöggudauða þar sem vorið deyr ekki löngu eftir fæðingu.
sunnudagur, maí 21, 2006
Það er vorhret á glugga...
Já íslenska veðráttan er söm við sig, samt er maður alltaf jafn hissa á henni. Smá vorhret og allir eru pirraðir...ég svosem ekki undanskilin. En það mun stytta upp að lokum, kemur ekki alltaf dagur á eftir nóttu og sumar á eftir vetri?
Ótrúlegt hvað það léttir ögn á manni andlega þegar maður lagar til í herberginu sínu. Væri ekkert slæmt ef maður gæti jafnauðveldlega lagað til í höfðinu á sér, smá vorhreingerningar.
Júróvisjón, flensa sem gengur yfir fólk árlega. Það var afskaplega átakanlegt að Silvía Nótt hafi ekki komist áfram. Nanna og Valey Sara létu þennan sorgaratburð ekki buga sig og héldu júrúvisjón partý, en slík partý eru auðvitað bara enn ein afsökunin fyrir því að drekka. En það var býsna gaman og ég var bara nokkuð sátt við úrslitin í keppninni, gaman að sjá eitthvað öðruvísi á ferðinni þó svo að þetta hafi svosem ekki verið besta lag í heimi. Fórum síðan Men in Black í Sjallanum og skemmtum okkur bara konunglega.
Núna eru akkurat tvær vikur í sumarfrí og fyrsta prófið er á föstudaginn, sjæksí.
Farin að sofa, ætla að hitta Helgu og litla prinsinn á flugvellinum í fyrramálið áður en þau halda áfram til Þórshafnar.
Spekin: Ekki fara á háum hælum í Sjallann, þú munt þurfa að ganga berfætt heim...og það er kalt í snjó.
Lag líðandi stundar: Heimcomputer með Kraftwerk.
Ótrúlegt hvað það léttir ögn á manni andlega þegar maður lagar til í herberginu sínu. Væri ekkert slæmt ef maður gæti jafnauðveldlega lagað til í höfðinu á sér, smá vorhreingerningar.
Júróvisjón, flensa sem gengur yfir fólk árlega. Það var afskaplega átakanlegt að Silvía Nótt hafi ekki komist áfram. Nanna og Valey Sara létu þennan sorgaratburð ekki buga sig og héldu júrúvisjón partý, en slík partý eru auðvitað bara enn ein afsökunin fyrir því að drekka. En það var býsna gaman og ég var bara nokkuð sátt við úrslitin í keppninni, gaman að sjá eitthvað öðruvísi á ferðinni þó svo að þetta hafi svosem ekki verið besta lag í heimi. Fórum síðan Men in Black í Sjallanum og skemmtum okkur bara konunglega.
Núna eru akkurat tvær vikur í sumarfrí og fyrsta prófið er á föstudaginn, sjæksí.
Farin að sofa, ætla að hitta Helgu og litla prinsinn á flugvellinum í fyrramálið áður en þau halda áfram til Þórshafnar.
Spekin: Ekki fara á háum hælum í Sjallann, þú munt þurfa að ganga berfætt heim...og það er kalt í snjó.
Lag líðandi stundar: Heimcomputer með Kraftwerk.
miðvikudagur, maí 17, 2006
Sílíkona
Fyrirlestur í íslensku fyrir morgundaginn...Þórarinn Eldjárn er svalur.
Slatti af ritgerðum að baki...TÓM verkefni að gleypa mann...próftíðin urrandi handan við hornið. YES!
Búið að redda húsnæði fyrir næsta vetur :D
Blogg!!! Blogg??? Blogg!? Hvað á eiginlega að standa hérna?
Í staðinn fyrir að láta það "standa" skulum við láta það kyrrt "liggja".
En samt sem áður...
lag líðandi stundar: Child in time með Deep Purple eða...a wiew to kill með Duran Duran.
Spekin: Þú uppskerð eins og þú sáir.
miðvikudagur, maí 10, 2006
And no one sings me lullabies
Alltaf er maður á seinasta snúningi þegar kemur að einhverjum skilaverkefnum í skólanum s.s. ritgerðir og fleira því skilt. Var einmitt að byrja á ritgerð fyrir sálfræði sem ég á að skila núna á fimmtudaginn, sniðug ég. Held samt að ég sé ekki sú eina í bekknum sem er svona sein að koma mér í gang, sá nokkra úr bekknum á amtinu í dag að finna einherjar bækur til þess að nota í ritgerðina. Já það má segja að 3. H sýni samstöðu í svona málum. Annars ætlar maður alltaf að reyna að bæta sig, en svo fer það yfirleytt að sama veg...farið í verkin á seinustu stundu. Það er víst erfitt að kenna gömlum hundi að sytja.
Ég átti víst afmæli þarna um daginn og fagnaði þeim merka áfanga í lífi mínu að ná 19 aldursári. Annars er ekkert til frásögu færandi um afmælisdaginn nema það að ég, Hrafnhildur, Abba, Nanna og Jónína fengum okkur þriggja snæðing á Lavida e bella. Brauð og mikið brauð í forrét, réttur að eigin vali í aðalrétt og feitasta ís í eftirrétt (ég fékk einn með blisi :D). Annars var eitthvað brugðið út á lífið líka eftir að maður hafði melt þetta allt.
Fór með Jónínu og Guðrúnu Hildi í jarðböðin við Mývatn á laugardaginn, það var voða næs. Komum síðan seint í afmælispartý hjá Sunnu Björk og Kristjönu þar sem bjórnum var rennt niður í flýti áður en það var haldið niður í sjallann á Paul Oscar. Þar var nú bara býsna gaman og mikið dansað, var eiginlega með strengi í lærvöðvunum eftir það þangað til í gær.
Ég fór með símann minn í viðgerð í gær, þar sem hann var farinn að taka upp á því að orga á móti fólkinu sem ég var að tala í gegnum hann og "smella" á mig. Druslan. Ekki nóg með það þá ákvað vatsbrúsinn minn að tæma sig í tölvutöskuna sama dag, til allrar hamingju slatt tölvan og hleðslutækið. En þegar ég var komin með gemsann minn niður í verlun Símans í gær þá taka mennirnir eftir því að hann er blautur undir batteríinu (hann var líka í tölvutöskunni þegar slysið varð), sem þýðir það að ef viðgerðarmennirnir geta rakið bilunina til rakaskemmda (sem tengist biluninni ekki neitt) þá fellur ábyrgðin úr gildi. Vúhú! Það er svo gaman að borga auka pening!, eða ekki. Núna er ég með antik version af ericsson á meðan minn er í viðgerð.
Náði mér líka í skemmtilegt kvef með skemmtilegu hósta....gaman, langaði bara til að kvarta aðeins.
Æi, annars er ekkert að frétta svona þannig séð..allavega ekkert sem ég segi á blogginu. Annars er það auðvitað oftast e-ð fleira, en maður kærir sig ekkert um að deila því með alþjóð. Segjum að ég hafi kanski bara verið svolítið ringluð í höfðinu um daginn en sé staðin upp af þeim krossgötum og haldi núna bara beint af augum.
Ég trúi því ekki hvað tíminn er búinn að líða hratt, finnst ekki langt síðan vorönnin byrjaði en núna eru um 3 vikur eftir. Finnst ég ekki muna eftir mörgu merkilegu sem gerðist, tíminn leið bara. Það er nú ekki langt í lokaprófin, svo kemur sumarfríið. Ótrúlegt.
Já, svefn..hann er víst nauðsynlegur. Best að hætta þessu rugli og drífa sig í háttinn.
Lag líðandi stundar: Echoes með Pink Floyd.
Spekin: Lifðu fyrir daginn i dag því þú getur ekki stólað á það að morgundagurinn komi.
Ég átti víst afmæli þarna um daginn og fagnaði þeim merka áfanga í lífi mínu að ná 19 aldursári. Annars er ekkert til frásögu færandi um afmælisdaginn nema það að ég, Hrafnhildur, Abba, Nanna og Jónína fengum okkur þriggja snæðing á Lavida e bella. Brauð og mikið brauð í forrét, réttur að eigin vali í aðalrétt og feitasta ís í eftirrétt (ég fékk einn með blisi :D). Annars var eitthvað brugðið út á lífið líka eftir að maður hafði melt þetta allt.
Fór með Jónínu og Guðrúnu Hildi í jarðböðin við Mývatn á laugardaginn, það var voða næs. Komum síðan seint í afmælispartý hjá Sunnu Björk og Kristjönu þar sem bjórnum var rennt niður í flýti áður en það var haldið niður í sjallann á Paul Oscar. Þar var nú bara býsna gaman og mikið dansað, var eiginlega með strengi í lærvöðvunum eftir það þangað til í gær.
Ég fór með símann minn í viðgerð í gær, þar sem hann var farinn að taka upp á því að orga á móti fólkinu sem ég var að tala í gegnum hann og "smella" á mig. Druslan. Ekki nóg með það þá ákvað vatsbrúsinn minn að tæma sig í tölvutöskuna sama dag, til allrar hamingju slatt tölvan og hleðslutækið. En þegar ég var komin með gemsann minn niður í verlun Símans í gær þá taka mennirnir eftir því að hann er blautur undir batteríinu (hann var líka í tölvutöskunni þegar slysið varð), sem þýðir það að ef viðgerðarmennirnir geta rakið bilunina til rakaskemmda (sem tengist biluninni ekki neitt) þá fellur ábyrgðin úr gildi. Vúhú! Það er svo gaman að borga auka pening!, eða ekki. Núna er ég með antik version af ericsson á meðan minn er í viðgerð.
Náði mér líka í skemmtilegt kvef með skemmtilegu hósta....gaman, langaði bara til að kvarta aðeins.
Æi, annars er ekkert að frétta svona þannig séð..allavega ekkert sem ég segi á blogginu. Annars er það auðvitað oftast e-ð fleira, en maður kærir sig ekkert um að deila því með alþjóð. Segjum að ég hafi kanski bara verið svolítið ringluð í höfðinu um daginn en sé staðin upp af þeim krossgötum og haldi núna bara beint af augum.
Ég trúi því ekki hvað tíminn er búinn að líða hratt, finnst ekki langt síðan vorönnin byrjaði en núna eru um 3 vikur eftir. Finnst ég ekki muna eftir mörgu merkilegu sem gerðist, tíminn leið bara. Það er nú ekki langt í lokaprófin, svo kemur sumarfríið. Ótrúlegt.
Já, svefn..hann er víst nauðsynlegur. Best að hætta þessu rugli og drífa sig í háttinn.
Lag líðandi stundar: Echoes með Pink Floyd.
Spekin: Lifðu fyrir daginn i dag því þú getur ekki stólað á það að morgundagurinn komi.
fimmtudagur, apríl 27, 2006
Vorið er komið og grundirnar gróa...
Það er komið vor, yndislegt. Maður finnur það bara í loftinu. Það dimmir svo seint núorðið og birtir svo snemma, morgunfýlan varð eftir með vetrinum...svo auðvelt að hoppa úr rúminu (tja...allavega auðveldara). Unaður!Ég hef ekki staðið í ströngu að blogga núna undanfarinn mánuðinn, hefur kanski ekki farið fram hjá þeim sem gægjast inn á síðuna.
Ég veit nú ekki alveg hvað skal sagt hafa, en nenni ekki að hafa það langt í þetta sinn þar sem ég ætla að gera heiðarlega tilraun til þess fara fyrr að sofa og vakna svo snemma og fara í ræktina (sjáum til hvernig það fer). Annars er meiningin að reyna að verða svaka fitt og flott fyrir útskriftarferðina í haust (og koma páskakílóunum burt). Verst er hvað matur er góður, en maður þarf bara að rifja upp að hollur matur er líka góður. Rifjið t.d. upp hvernig jarðarber bragðast...mmmm, eða vínber...ó eða mangó! Hver þarf súkkulaði þegar maður hefur þetta og margt fleira? Onei ég er ekki að vera e-ð kaldhæðin. Mér finnst líka fáránlegt hvað margt grænmeti og ávextir eru svo miklu dýrari en sælgæti, svo maður tali ekki um verðmun á hreinum ávaxtasöfum og gosdrykkjum...ekki furða að offita sé vandamál (ekki að þetta sé þó eina ástæðan).
Mikið var gott að komast heim um páskana og gera ekki neitt. Ætlaði að nota tækifærið í fríinu og lesa einhverjar skólabækur, en tja...þið vitið hvernig þetta er. Las ekki einu sinni bók mér til skemmtunar (sökkti mér þó ofan í lifandi vísindi). Svo fórum ég, móðir mín og faðir suður á bóginn að heilsa upp á nýjan fjölskildumeðlim sem fæddist þann 8. Apríl. Helga og Hlynur eru svo sannarlega komin með einn sem á eftir að heilla kvenkynið í komandi framtíð, sjáið bara hvað hann er fallegur http://barnaland.mbl.is/barn/38732/album/330831/img/20060417154724_0.jpg.
Annars var bara legið og étið, t.d. feita ostaköku sem mun seint gleymast.
En maðurinn var ekki lengi í paradís. Svo byrjaði skólinn aftur með öllu sínu tilstandi. Framlengdi fríið mitt reyndar um einn dag viljandi sem var afskaplega notalegt (nema kanski fyrir mætingarprósentuna).
Annars voru að fara fram stjórnarkosningar í skólanum dag (einn vorboðinn) og síðan var gerð uppreisn gegn skólameistara (heyrði samt engan kalla "pereat"). Sigurður Helgi hélt þann þrusumagnaðasta söngsal sem ég man eftir þrátt fyrir að meistari Jón Már hafði ekki gefið leyfi...tvisvar. En auðvitað var þetta bara skemmtilegra þar sem þetta var okkur nemendum forboðið. Afar skemmtilegt.
Farin að skoða auglýsingar um íbúðir til leigu fyrir næsta haust, vistin er búin að fá sinn skamt af mér og ég minn af henni.
Jámm, klukkan að ganga eitt...kanski ég sleppi ræktinni í fyrramálið og sofi, held að ég þurfi að læra að fara fyrr að sofa (ekki það að hálf eitt sé svaðillega seint).
Farin að sofa, verið heil og sæl
lag líðandi stundar: World of Pain með Cream
Pæling: Er gólf ekki ástand?
Ps. Ég hef ánetjast Bubbles, for helve!
Ég veit nú ekki alveg hvað skal sagt hafa, en nenni ekki að hafa það langt í þetta sinn þar sem ég ætla að gera heiðarlega tilraun til þess fara fyrr að sofa og vakna svo snemma og fara í ræktina (sjáum til hvernig það fer). Annars er meiningin að reyna að verða svaka fitt og flott fyrir útskriftarferðina í haust (og koma páskakílóunum burt). Verst er hvað matur er góður, en maður þarf bara að rifja upp að hollur matur er líka góður. Rifjið t.d. upp hvernig jarðarber bragðast...mmmm, eða vínber...ó eða mangó! Hver þarf súkkulaði þegar maður hefur þetta og margt fleira? Onei ég er ekki að vera e-ð kaldhæðin. Mér finnst líka fáránlegt hvað margt grænmeti og ávextir eru svo miklu dýrari en sælgæti, svo maður tali ekki um verðmun á hreinum ávaxtasöfum og gosdrykkjum...ekki furða að offita sé vandamál (ekki að þetta sé þó eina ástæðan).
Mikið var gott að komast heim um páskana og gera ekki neitt. Ætlaði að nota tækifærið í fríinu og lesa einhverjar skólabækur, en tja...þið vitið hvernig þetta er. Las ekki einu sinni bók mér til skemmtunar (sökkti mér þó ofan í lifandi vísindi). Svo fórum ég, móðir mín og faðir suður á bóginn að heilsa upp á nýjan fjölskildumeðlim sem fæddist þann 8. Apríl. Helga og Hlynur eru svo sannarlega komin með einn sem á eftir að heilla kvenkynið í komandi framtíð, sjáið bara hvað hann er fallegur http://barnaland.mbl.is/barn/38732/album/330831/img/20060417154724_0.jpg.
Annars var bara legið og étið, t.d. feita ostaköku sem mun seint gleymast.
En maðurinn var ekki lengi í paradís. Svo byrjaði skólinn aftur með öllu sínu tilstandi. Framlengdi fríið mitt reyndar um einn dag viljandi sem var afskaplega notalegt (nema kanski fyrir mætingarprósentuna).
Annars voru að fara fram stjórnarkosningar í skólanum dag (einn vorboðinn) og síðan var gerð uppreisn gegn skólameistara (heyrði samt engan kalla "pereat"). Sigurður Helgi hélt þann þrusumagnaðasta söngsal sem ég man eftir þrátt fyrir að meistari Jón Már hafði ekki gefið leyfi...tvisvar. En auðvitað var þetta bara skemmtilegra þar sem þetta var okkur nemendum forboðið. Afar skemmtilegt.
Farin að skoða auglýsingar um íbúðir til leigu fyrir næsta haust, vistin er búin að fá sinn skamt af mér og ég minn af henni.
Jámm, klukkan að ganga eitt...kanski ég sleppi ræktinni í fyrramálið og sofi, held að ég þurfi að læra að fara fyrr að sofa (ekki það að hálf eitt sé svaðillega seint).
Farin að sofa, verið heil og sæl
lag líðandi stundar: World of Pain með Cream
Pæling: Er gólf ekki ástand?
Ps. Ég hef ánetjast Bubbles, for helve!
þriðjudagur, apríl 04, 2006
Nú skil ég stráin sem fönnin felur...
Hef nú ekki látið í mér heyrast lengi (eða "lesast"?).
Páskafrí handan við hornið og veturinn mættur til leiks með snjó. Kuldinn búinn að vera að naga mann niður í bein og sjúga úr manni merginn...neinei ekki svo slæmt, reyndar búið að vera fínasta veður seinustu daga og svo er maður öllu vanur. En ég nenni nú ekki að þausa um veðrið..
Seinustu vikur hafa einkennst af botnlausu verkefnaflóði í skólanum og til allrar hamingju er það á enda, en það er ekki þar með sagt að ég sé eitthvað mikið duglegri í venjulegum heimalærdómi um þessar mundir og á það við um marga aðra. Það er eins nýjasta tískubólan sé að "nenna ekki" þegar kemur að skólanum, t.d. er maður langt frá því að vera að taka mætingarprósentuna jafn alvarlega og metnaðarfulli businn sem stefnir á hina gullnu einingu fyrir skólasókn. Morgnarnir eru daglegt barátta á milli leti (svefnþurftar) og samvisku, það er bara svo asskoti gott að velta sér yfir á hina hliðina eftir að maður hefur þaggað niður í vekjaraklukkunni. Svo er maður í þýsku..., og allir morgnar eru orðnir mánudagsmorgnar. En viti menn, páskafríið bíður.
Planið er að keyra heim strax eftir vinnu á föstudagskvöldinu, semsagt eftir kl. átta. Get ekki hugsað mér að bíða með það til næsta morguns (já ætli ég sé ekki með heimþrá).
Byrjaði að vinna í Samkaup Úrval í Hrísalundi fyrir c.a. mánuði síðan, er reyndar bara með tvær vaktir á viku (fim og fös)...en það gefur alveg heilann 8 þúsund kall á mánuði, alveg að raka inn peningum semsagt (ehemm...eða þannig). Betra en ekkert. Mér þykir afar gefandi að standa við kassann og bjóða góðann daginn og renna litríkum matvörum fram hjá skynjaranum sem gefur frá sér hið unaðslega "píp".Einstaka sinnum fæ ég svo að spreyta mig í uppvaskinu sem er ævintýri líkast, klíf háa fjallgarða af pottum um leið og uppþvottalögsangan ber að vitum mér.
Neinei, þetta er í alvöru alveg ágætt, er að vinna með hressum stelpum og svo er hún Veiga gamla alger gullmoli. Annars er þetta í fyrsta skipti sem ég er að vinna svona kassastarf en maður er svosem ekki lengi að ná þessu. Nenni ekki að segja meira frá því í bili.
Annars er ég frekar fúl yfir því að komast ekki suður á Gettu Betur næsta fimmtudag þar sem ég er jú að vinna. Við erum að tala um úrslitaleikinn á móti Versló pakkinu, úfff...ég er svo spennt og ætla að bruna heim strax og ég er búin að vinna kl. 8 og kveikja á imbanum. En þetta verður "ekkert mál fyrir Ásgeir, Magna og Tryggva Pál"!!!, þeir munu taka verslingana í nefið :D
Ég er að fara að verða frænka eftir u.þ.b. viku :) , Helga systir er skráð inn 13. Apríl og mun hún eignast sitt fyrsta barn. Mamma og pabbi þurfa því ekki að örvænta lengur með barnabarn...litla krílið á örugglega eftir að fá meira en næga athygli frá þeim, hehe sé þau fyrir mér. Er orðin bara býsna spennt fyrir frænkuhlutverkinu :) . Að sjálfsögðu munum við (ég, pabbi og mamma) bruna suður til þeirra.
Ætli ég láti þetta ekki gott heita í bili.
Farin að sofa en fæ að sofa til tíu í fyrramálið :D
P.s. Fór á Jesus Christ Superstar í seinustu viku og skemmti mér frábærlega...en seinasta sýningin var í kvöld þannig að so sorry fyrir þá sem misstu af góðri skemmtun.
lag líðandi stundar: Peace Frog með The Doors
orð líðandi stundar: "þeir vita það best, hvað vetur er, sem vorinu heitast unna" - nú skil ég stráin eftir Davíð Stefánsson
Páskafrí handan við hornið og veturinn mættur til leiks með snjó. Kuldinn búinn að vera að naga mann niður í bein og sjúga úr manni merginn...neinei ekki svo slæmt, reyndar búið að vera fínasta veður seinustu daga og svo er maður öllu vanur. En ég nenni nú ekki að þausa um veðrið..
Seinustu vikur hafa einkennst af botnlausu verkefnaflóði í skólanum og til allrar hamingju er það á enda, en það er ekki þar með sagt að ég sé eitthvað mikið duglegri í venjulegum heimalærdómi um þessar mundir og á það við um marga aðra. Það er eins nýjasta tískubólan sé að "nenna ekki" þegar kemur að skólanum, t.d. er maður langt frá því að vera að taka mætingarprósentuna jafn alvarlega og metnaðarfulli businn sem stefnir á hina gullnu einingu fyrir skólasókn. Morgnarnir eru daglegt barátta á milli leti (svefnþurftar) og samvisku, það er bara svo asskoti gott að velta sér yfir á hina hliðina eftir að maður hefur þaggað niður í vekjaraklukkunni. Svo er maður í þýsku..., og allir morgnar eru orðnir mánudagsmorgnar. En viti menn, páskafríið bíður.
Planið er að keyra heim strax eftir vinnu á föstudagskvöldinu, semsagt eftir kl. átta. Get ekki hugsað mér að bíða með það til næsta morguns (já ætli ég sé ekki með heimþrá).
Byrjaði að vinna í Samkaup Úrval í Hrísalundi fyrir c.a. mánuði síðan, er reyndar bara með tvær vaktir á viku (fim og fös)...en það gefur alveg heilann 8 þúsund kall á mánuði, alveg að raka inn peningum semsagt (ehemm...eða þannig). Betra en ekkert. Mér þykir afar gefandi að standa við kassann og bjóða góðann daginn og renna litríkum matvörum fram hjá skynjaranum sem gefur frá sér hið unaðslega "píp".Einstaka sinnum fæ ég svo að spreyta mig í uppvaskinu sem er ævintýri líkast, klíf háa fjallgarða af pottum um leið og uppþvottalögsangan ber að vitum mér.
Neinei, þetta er í alvöru alveg ágætt, er að vinna með hressum stelpum og svo er hún Veiga gamla alger gullmoli. Annars er þetta í fyrsta skipti sem ég er að vinna svona kassastarf en maður er svosem ekki lengi að ná þessu. Nenni ekki að segja meira frá því í bili.
Annars er ég frekar fúl yfir því að komast ekki suður á Gettu Betur næsta fimmtudag þar sem ég er jú að vinna. Við erum að tala um úrslitaleikinn á móti Versló pakkinu, úfff...ég er svo spennt og ætla að bruna heim strax og ég er búin að vinna kl. 8 og kveikja á imbanum. En þetta verður "ekkert mál fyrir Ásgeir, Magna og Tryggva Pál"!!!, þeir munu taka verslingana í nefið :D
Ég er að fara að verða frænka eftir u.þ.b. viku :) , Helga systir er skráð inn 13. Apríl og mun hún eignast sitt fyrsta barn. Mamma og pabbi þurfa því ekki að örvænta lengur með barnabarn...litla krílið á örugglega eftir að fá meira en næga athygli frá þeim, hehe sé þau fyrir mér. Er orðin bara býsna spennt fyrir frænkuhlutverkinu :) . Að sjálfsögðu munum við (ég, pabbi og mamma) bruna suður til þeirra.
Ætli ég láti þetta ekki gott heita í bili.
Farin að sofa en fæ að sofa til tíu í fyrramálið :D
P.s. Fór á Jesus Christ Superstar í seinustu viku og skemmti mér frábærlega...en seinasta sýningin var í kvöld þannig að so sorry fyrir þá sem misstu af góðri skemmtun.
lag líðandi stundar: Peace Frog með The Doors
orð líðandi stundar: "þeir vita það best, hvað vetur er, sem vorinu heitast unna" - nú skil ég stráin eftir Davíð Stefánsson
fimmtudagur, mars 16, 2006
mánudagur, mars 13, 2006
æi..adna essi ðynnguleigr
Ég sá að það var löngu kominn tími á það að koma með færslu, en ég var samt ekkert að hafa fyrir því að gera einhvern texta þannig að ég fann þetta á síðunni hennar Elínar.
Besti þynnkumatur?
- Sveitt píta með miklu buffi og slatta af grænmeti.
Besti þynnkudrykkur?
- nokkrir lítrar af hreinu íslensku kranavatni.
Besta þynnkutónlistin?
- Sigur Rós og Hjálmar.
Hvað gerirðu fyrst þegar þú vaknar þunnur?
- Svolgra í mig vatni og fæ mér að borða.
Versta þynnkan?
- Man nú ekki dagsetninguna en það var heima á Þórshöfn eftir áramótin 2004. Kútafyllerí með Bryndísi sem endaði þannig að Hörður bróðir varð að bera mig heim af barnum. Eina skiptið sem ég hef orðið þunn að ráði, lá uppi í rúmi allan daginn eftir og spjó úr mér galli og lungum. Gat heldur ekki opnað augun vegna þess að augun voru of næm á alla birtu, fyrr en eftir kvöldmatinn.
Besta þynnkan?
- Verð næstum aldrei þunn, kemur bara fram sem hungur sem hverfur með áti og vatnsdrykkju.
Besti þynnkumatur?
- Sveitt píta með miklu buffi og slatta af grænmeti.
Besti þynnkudrykkur?
- nokkrir lítrar af hreinu íslensku kranavatni.
Besta þynnkutónlistin?
- Sigur Rós og Hjálmar.
Hvað gerirðu fyrst þegar þú vaknar þunnur?
- Svolgra í mig vatni og fæ mér að borða.
Versta þynnkan?
- Man nú ekki dagsetninguna en það var heima á Þórshöfn eftir áramótin 2004. Kútafyllerí með Bryndísi sem endaði þannig að Hörður bróðir varð að bera mig heim af barnum. Eina skiptið sem ég hef orðið þunn að ráði, lá uppi í rúmi allan daginn eftir og spjó úr mér galli og lungum. Gat heldur ekki opnað augun vegna þess að augun voru of næm á alla birtu, fyrr en eftir kvöldmatinn.
Besta þynnkan?
- Verð næstum aldrei þunn, kemur bara fram sem hungur sem hverfur með áti og vatnsdrykkju.
sunnudagur, mars 12, 2006
þriðjudagur, febrúar 28, 2006
Í dag er þriðjudagur...eða réttara sagt er komið þriðjudagskvöld sem bendir réttilega til þess að á morgun sé miðvikudagur og nafnið á þeim degi gefur til kynna að vikan sé hálfnuð, áður en hún byrjaði (allavega að mínu mati).
Helgin fór í það að bitrast yfir flensunni sem ég náði mér í og hélt mér fanginni yfir inni í Glæsibæ nr. 348 mestalla helgina. Hóst hóst, atjúúúú og sniff sniff inn á milli...alltaf vinsælt ásamt smá hitaslæðingi. Sem betur fer var sá óboðni fjandi ekki lengi í heimsókn og er hann núna að taka saman föggur sínar og fara sína leið.
Fór reynar með Valey Söru og hennar manni ásamt Öbbu í Sjallann á föstudagskvöldinu á árshátíð VMA, sem var alveg ágætt að mínu mati. Todmoboile að spila. Hittum Bryndó, Sunnu Björk, Jónínu, Guðrúnu Hildi og einnig Sunnu Birnu og fleiri góðar sálir. Þó voru það einhverjir sem að voru eitthvað óánægðir með hljómsveitina og fannst víst "ööömurlegt", tja...mér fannst bandið gott, en misjafn er smekkur manna.
Annars var lítið brallað. Ég var reyndar drifin í heilsubótargöngu með Hrafnhildi og Ingimari á sunnudeginum sem endaði svo með feitum Subway, skondið.
Annars hef ég verið að velta því fyrir mér hvað sé áhugaverð lesning, þ.e. þegar kemur að bloggi. Sumir skrifa bara um daginn og veginn og hvað þeir gerðu frá því að þeir fóru á fætur og þangað skriðið er upp í rúm, það er reyndar það sem að maður sér mest af (ég er alls ekki að gera lítið úr þeirri "aðferð", var einmitt sjálf að nota hana hér á undan). Aðrir kafa dýpra og skrifa hnitmiðaðar greinar um fyrirfram ákveðið efni. Svo eru til margar gerðir af þessum bloggsíðum sem ég nenni ekki að gera skil á.
Hvað vill maður segja á sínu bloggi? Vill maður bara rifja upp gráann hversdagsleikann fyrir sjálfum sér og öðrum manneskjum sem er alveg sama? Slúðra um atburði helgarinnar? Deila sínum innstu tilfinningum með öðrum (öllum?)? eða hvað?
Hvað vil ég gera með blogg?
Þetta eru of margar spurningar, en ein aðalástæðan fyrir því að mín blogg deyja út fyrir rest er sú að mig skortir tilganginn á því að blogga. Hversdagslífið er bara svo grátt, ómerkilegt og á heildina litið gerist ósköp fátt (sem að er í raun mjög jákvætt). Það er bara einhvernveginn ekki minn "stíll" að segja stuttlega frá því sem ég gerði daginn eða helgina áður, þó að ég hafi gert það. En tja...þetta er orðin óttarleg langloka hjá mér og það er ólíklegt að margir nenni að lesa þetta í gegn.
Kanski ég endi þetta.
Kv. Hildur Ása
Lag líðandi stundar: Joga með Björk Guðmundsdóttur
Helgin fór í það að bitrast yfir flensunni sem ég náði mér í og hélt mér fanginni yfir inni í Glæsibæ nr. 348 mestalla helgina. Hóst hóst, atjúúúú og sniff sniff inn á milli...alltaf vinsælt ásamt smá hitaslæðingi. Sem betur fer var sá óboðni fjandi ekki lengi í heimsókn og er hann núna að taka saman föggur sínar og fara sína leið.
Fór reynar með Valey Söru og hennar manni ásamt Öbbu í Sjallann á föstudagskvöldinu á árshátíð VMA, sem var alveg ágætt að mínu mati. Todmoboile að spila. Hittum Bryndó, Sunnu Björk, Jónínu, Guðrúnu Hildi og einnig Sunnu Birnu og fleiri góðar sálir. Þó voru það einhverjir sem að voru eitthvað óánægðir með hljómsveitina og fannst víst "ööömurlegt", tja...mér fannst bandið gott, en misjafn er smekkur manna.
Annars var lítið brallað. Ég var reyndar drifin í heilsubótargöngu með Hrafnhildi og Ingimari á sunnudeginum sem endaði svo með feitum Subway, skondið.
Annars hef ég verið að velta því fyrir mér hvað sé áhugaverð lesning, þ.e. þegar kemur að bloggi. Sumir skrifa bara um daginn og veginn og hvað þeir gerðu frá því að þeir fóru á fætur og þangað skriðið er upp í rúm, það er reyndar það sem að maður sér mest af (ég er alls ekki að gera lítið úr þeirri "aðferð", var einmitt sjálf að nota hana hér á undan). Aðrir kafa dýpra og skrifa hnitmiðaðar greinar um fyrirfram ákveðið efni. Svo eru til margar gerðir af þessum bloggsíðum sem ég nenni ekki að gera skil á.
Hvað vill maður segja á sínu bloggi? Vill maður bara rifja upp gráann hversdagsleikann fyrir sjálfum sér og öðrum manneskjum sem er alveg sama? Slúðra um atburði helgarinnar? Deila sínum innstu tilfinningum með öðrum (öllum?)? eða hvað?
Hvað vil ég gera með blogg?
Þetta eru of margar spurningar, en ein aðalástæðan fyrir því að mín blogg deyja út fyrir rest er sú að mig skortir tilganginn á því að blogga. Hversdagslífið er bara svo grátt, ómerkilegt og á heildina litið gerist ósköp fátt (sem að er í raun mjög jákvætt). Það er bara einhvernveginn ekki minn "stíll" að segja stuttlega frá því sem ég gerði daginn eða helgina áður, þó að ég hafi gert það. En tja...þetta er orðin óttarleg langloka hjá mér og það er ólíklegt að margir nenni að lesa þetta í gegn.
Kanski ég endi þetta.
Kv. Hildur Ása
Lag líðandi stundar: Joga með Björk Guðmundsdóttur
laugardagur, febrúar 25, 2006
leið...
"haltu leið þinni áfram og ekki líta aftur um öxl" sagði hún og hélt leið sinni áfram en leit aftur um öxl.
mánudagur, febrúar 20, 2006
Hversdagsleiki
Skellti inn nokkrum "frumlegum" myndum inn á myndasíðuna svo endilega kíkið.
Stutt yfirlit um það sem hefur drifið á mína daga:
- Byrjuð að sprikla og lyfta niðri í Átaki, fór þangað því ég fíla ekki Vaxtaræktina. (þið sem stundið hana verðið bara að afsaka).
- Djammaði með Herði bróður mínum og fullt af skemmtilegu þórshafnarpakki þar seinustu helgi.
- Vikan sem var að líða hvarf eins og hendi væri veifað (er ekki annars örugglega enn 7 dagar í viku?).
- skrópaði í leikfimi í seinustu viku vegna hversdaglegrar leti og morgunfýlu (svosem ekkert fréttnæmt).
- Er á námskeiði í myndlistarskólanum á miðvikudagskvöldum.
- Byrja á leiklistarnámskeiði (á vegum LMA) á morgun.
- Fór á ansi marga staði á föstudaginn að athuga með vinnu, hafði kanski e-ð upp úr krafsinu en það á eftir að koma í ljós.
- Djammaði ekkert á föstudaginn.
-Hitti mömmu og pabba á laugardaginn þar sem þau voru á leiðinni til Rvk og fara svo út til Kanarí á miðvikud. Snæddi með þeim þorramat heima hjá Auði frænku.
- Horfði á júróvisjón undankeppnina og er svosem sátt við úrslitin þó svo að það hafi aðrir flytjendur verið betri (t.d. Dísela og Regína Ósk og önnur sem ég man ekki hvað heitir). Annars er löngu kominn tími á íslendinga að hætta að taka þessa væl-keppni svona alvarlega og hafa bara gaman.
- Fórum nokkrar í Sjallann á Jet Black Joe, segi nú bara að ég hafi skemmt mér ágætlega.
Annars hef ég ekki fleira að segja. Ákvað að koma með stutt yfirlit því ég er einfaldlega ekki í stuði til þess að kafa dýpra.
En á miðvikudaginn ætla mennskælingar að vekja á sér athygli fyrir góðann málstað. Ætlunin er að leggja niður heilan skóladag til þess að mótmæla skerðingu náms til stúdentsprófs. Það var reiknað út að námið muni skerðast um 20% ef þessi asnalega hugmynd kemst í framkvæmd. Jafngildir það að heilum skóladegi sé sleppt úr vikunni. Planið er að fylkjast niður á Ráðhústorg og mótmæla og halda uppi dagskrá frameftir kvöldi. Því miður sáu Þorgerður Katrín og hennar aðstoðamenn sér ekki fært um að koma...beyglan!!! Þar sem til eru lög um ærumeiðigar og móðganir ætla ég ekki að láta í ljós álit mitt á menntamálaráð (-beyglu) -herra. En rosalega er ég stolt af framtaki MA-inga og montin af því að tilheyra þeim hópi.
Annars er ég að hugsa um að lesa í Galdra-Lofti og fara í rúmið á skikkanlegum tíma.
Kv. Hildur Ása
Lag dagsins: Cant help falling in love with you-Elvis Prestley
sunnudagur, febrúar 19, 2006
"klukk"
Jæjja...ég gefst upp og fylgi "mainstreaminu" og svara "klukkinu" frá Kötu.
4 störf sem ég hef unnið um ævina:
1.) Kúfiskurinn, alltaf sígildur og alltaf ljúfur
2.) Áhaldarhús Þórshafnarhrepps því það er kúl að reyta arfa.
3.) Naust dvalarheimili aldraðra á Þórshöfn
4.) Eyrin bar/restaurant
4 bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur:
1.) Stella í orlofi
2.) Rockstar
3.) Walk the line
4.) Pirates of the Carabian
4 staðir sem ég hef búið á:
1.) Lækjarvegur 7 Þórshöfn
2.) telst heimavistin með?
3.) uuu...var einusinni í herberginu við hliðina á hjónaherberginu á Lækjarveginum
4.) Svo var ég í einhvern smá tíma þar sem að skrifstofan hans pabba er núna...hef ekki mikið staðið í flutningum um ævina sko.
4 sjónvarpsþættir sem mér líkar:
1.) Futurama
2.) Sex and the city
3.) Desperate houswifes
4.) That 70's show
4 síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:
1.) Muninn.is
2.) mbl.is
3.) Hugi.is
4.) spamadur.is
4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
1.) Ásbyrgi
2.) Reykjavík
3.) Noregur
4.) Öræfin
4 matarkyns sem ég held uppá:
1.) pizza a la Gunna
2.) grillaðar lambakótilettur með miklu salati
3.) grænmetissullpottrétturinn hennar mömmu með einhverju kjöti og fleiri spennandi afgöngum...namm
4.) Svalbarðbjúgu (fyrir þig Jónína :D)
4 staðir sem ég vildi heldur vera á núna:
1.) Sófanum heima
2.) á leið til Kanarí
3.) á Pink Floyd tónleikum
4.) Ætla ekki að segja... :)
Jæjja...þar hafið þið það.
Kv. Hildur Ása
Lag dagsins: Have a cigar-Pink Floyd
4 störf sem ég hef unnið um ævina:
1.) Kúfiskurinn, alltaf sígildur og alltaf ljúfur
2.) Áhaldarhús Þórshafnarhrepps því það er kúl að reyta arfa.
3.) Naust dvalarheimili aldraðra á Þórshöfn
4.) Eyrin bar/restaurant
4 bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur:
1.) Stella í orlofi
2.) Rockstar
3.) Walk the line
4.) Pirates of the Carabian
4 staðir sem ég hef búið á:
1.) Lækjarvegur 7 Þórshöfn
2.) telst heimavistin með?
3.) uuu...var einusinni í herberginu við hliðina á hjónaherberginu á Lækjarveginum
4.) Svo var ég í einhvern smá tíma þar sem að skrifstofan hans pabba er núna...hef ekki mikið staðið í flutningum um ævina sko.
4 sjónvarpsþættir sem mér líkar:
1.) Futurama
2.) Sex and the city
3.) Desperate houswifes
4.) That 70's show
4 síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:
1.) Muninn.is
2.) mbl.is
3.) Hugi.is
4.) spamadur.is
4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
1.) Ásbyrgi
2.) Reykjavík
3.) Noregur
4.) Öræfin
4 matarkyns sem ég held uppá:
1.) pizza a la Gunna
2.) grillaðar lambakótilettur með miklu salati
3.) grænmetissullpottrétturinn hennar mömmu með einhverju kjöti og fleiri spennandi afgöngum...namm
4.) Svalbarðbjúgu (fyrir þig Jónína :D)
4 staðir sem ég vildi heldur vera á núna:
1.) Sófanum heima
2.) á leið til Kanarí
3.) á Pink Floyd tónleikum
4.) Ætla ekki að segja... :)
Jæjja...þar hafið þið það.
Kv. Hildur Ása
Lag dagsins: Have a cigar-Pink Floyd
sunnudagur, febrúar 12, 2006
laugardagur, febrúar 11, 2006
Ég er búin að sitja í allan dag við skjáinn og dunda mér við að henda linkum inn á síðuna og skrifa "profile-ið" mitt. Átti í einhverjum erfiðleikum með að setja inn mynd með þar, en það verður bara að bíða betri tíma. Færlslan hérna að ofan er jú síðan í janúar og leið aðeins lengri tími en ég ætlaði mér þangað til nú. Upphaflega ætlaði ég að fá mér nýja síðu vegna þess að mér líkaði ekki hin en svo kom það upp á daginn að einhver djöfull flutti þar inn og ég þurfti því að hlaupast á brott.
En hungrið hefur sagt til sín svo ég ætla að hlaupa niður í kvöldmat....svo bæjjó
Kv. Hildur Ása
En hungrið hefur sagt til sín svo ég ætla að hlaupa niður í kvöldmat....svo bæjjó
Kv. Hildur Ása
laugardagur, janúar 21, 2006
eitthvað nýtt
Góðann og blessaðann daginn. Ég fékk skyndilega þá hugmynd áðan að búa til nýja bloggsíðu. Ekki það að ég sé mjög harður bloggari, kanski breytist það eitthvað með tilkomu nýrrar síðu. Ég fílaði aldrei útlitið á gömlu blogcentral síðunni, svo fáir möguleikar og svo ljótir. Ég er sáttari við valmöguleikana hérna og þeir eru líka fleiri.
En ég ætla að bíða með það að vinna í síðunnu þangað til eftir prófin, þegar ég kem heim í fríið enda lítið að gera hvort er.
Oseisei, maturinn byrjaður niðri og sálfræðibókin bíður mín með eftirvæntingu, vildi að ég gæti sagt hið sama. En allavega þá kveð ég að sinni og læt í mér heyra aftur innan örfárra daga...vonandi :D
Blésó
Kv. Hildur Ása
málsháttur dagsins: Jafnvel ferfætt dýr getur hrasað; lærður maður líka.
Lag dagsins: Celebration day-Led Zeppelin
En ég ætla að bíða með það að vinna í síðunnu þangað til eftir prófin, þegar ég kem heim í fríið enda lítið að gera hvort er.
Oseisei, maturinn byrjaður niðri og sálfræðibókin bíður mín með eftirvæntingu, vildi að ég gæti sagt hið sama. En allavega þá kveð ég að sinni og læt í mér heyra aftur innan örfárra daga...vonandi :D
Blésó
Kv. Hildur Ása
málsháttur dagsins: Jafnvel ferfætt dýr getur hrasað; lærður maður líka.
Lag dagsins: Celebration day-Led Zeppelin
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)