Já íslenska veðráttan er söm við sig, samt er maður alltaf jafn hissa á henni. Smá vorhret og allir eru pirraðir...ég svosem ekki undanskilin. En það mun stytta upp að lokum, kemur ekki alltaf dagur á eftir nóttu og sumar á eftir vetri?
Ótrúlegt hvað það léttir ögn á manni andlega þegar maður lagar til í herberginu sínu. Væri ekkert slæmt ef maður gæti jafnauðveldlega lagað til í höfðinu á sér, smá vorhreingerningar.
Júróvisjón, flensa sem gengur yfir fólk árlega. Það var afskaplega átakanlegt að Silvía Nótt hafi ekki komist áfram. Nanna og Valey Sara létu þennan sorgaratburð ekki buga sig og héldu júrúvisjón partý, en slík partý eru auðvitað bara enn ein afsökunin fyrir því að drekka. En það var býsna gaman og ég var bara nokkuð sátt við úrslitin í keppninni, gaman að sjá eitthvað öðruvísi á ferðinni þó svo að þetta hafi svosem ekki verið besta lag í heimi. Fórum síðan Men in Black í Sjallanum og skemmtum okkur bara konunglega.
Núna eru akkurat tvær vikur í sumarfrí og fyrsta prófið er á föstudaginn, sjæksí.
Farin að sofa, ætla að hitta Helgu og litla prinsinn á flugvellinum í fyrramálið áður en þau halda áfram til Þórshafnar.
Spekin: Ekki fara á háum hælum í Sjallann, þú munt þurfa að ganga berfætt heim...og það er kalt í snjó.
Lag líðandi stundar: Heimcomputer með Kraftwerk.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli