Alltaf er maður á seinasta snúningi þegar kemur að einhverjum skilaverkefnum í skólanum s.s. ritgerðir og fleira því skilt. Var einmitt að byrja á ritgerð fyrir sálfræði sem ég á að skila núna á fimmtudaginn, sniðug ég. Held samt að ég sé ekki sú eina í bekknum sem er svona sein að koma mér í gang, sá nokkra úr bekknum á amtinu í dag að finna einherjar bækur til þess að nota í ritgerðina. Já það má segja að 3. H sýni samstöðu í svona málum. Annars ætlar maður alltaf að reyna að bæta sig, en svo fer það yfirleytt að sama veg...farið í verkin á seinustu stundu. Það er víst erfitt að kenna gömlum hundi að sytja.
Ég átti víst afmæli þarna um daginn og fagnaði þeim merka áfanga í lífi mínu að ná 19 aldursári. Annars er ekkert til frásögu færandi um afmælisdaginn nema það að ég, Hrafnhildur, Abba, Nanna og Jónína fengum okkur þriggja snæðing á Lavida e bella. Brauð og mikið brauð í forrét, réttur að eigin vali í aðalrétt og feitasta ís í eftirrétt (ég fékk einn með blisi :D). Annars var eitthvað brugðið út á lífið líka eftir að maður hafði melt þetta allt.
Fór með Jónínu og Guðrúnu Hildi í jarðböðin við Mývatn á laugardaginn, það var voða næs. Komum síðan seint í afmælispartý hjá Sunnu Björk og Kristjönu þar sem bjórnum var rennt niður í flýti áður en það var haldið niður í sjallann á Paul Oscar. Þar var nú bara býsna gaman og mikið dansað, var eiginlega með strengi í lærvöðvunum eftir það þangað til í gær.
Ég fór með símann minn í viðgerð í gær, þar sem hann var farinn að taka upp á því að orga á móti fólkinu sem ég var að tala í gegnum hann og "smella" á mig. Druslan. Ekki nóg með það þá ákvað vatsbrúsinn minn að tæma sig í tölvutöskuna sama dag, til allrar hamingju slatt tölvan og hleðslutækið. En þegar ég var komin með gemsann minn niður í verlun Símans í gær þá taka mennirnir eftir því að hann er blautur undir batteríinu (hann var líka í tölvutöskunni þegar slysið varð), sem þýðir það að ef viðgerðarmennirnir geta rakið bilunina til rakaskemmda (sem tengist biluninni ekki neitt) þá fellur ábyrgðin úr gildi. Vúhú! Það er svo gaman að borga auka pening!, eða ekki. Núna er ég með antik version af ericsson á meðan minn er í viðgerð.
Náði mér líka í skemmtilegt kvef með skemmtilegu hósta....gaman, langaði bara til að kvarta aðeins.
Æi, annars er ekkert að frétta svona þannig séð..allavega ekkert sem ég segi á blogginu. Annars er það auðvitað oftast e-ð fleira, en maður kærir sig ekkert um að deila því með alþjóð. Segjum að ég hafi kanski bara verið svolítið ringluð í höfðinu um daginn en sé staðin upp af þeim krossgötum og haldi núna bara beint af augum.
Ég trúi því ekki hvað tíminn er búinn að líða hratt, finnst ekki langt síðan vorönnin byrjaði en núna eru um 3 vikur eftir. Finnst ég ekki muna eftir mörgu merkilegu sem gerðist, tíminn leið bara. Það er nú ekki langt í lokaprófin, svo kemur sumarfríið. Ótrúlegt.
Já, svefn..hann er víst nauðsynlegur. Best að hætta þessu rugli og drífa sig í háttinn.
Lag líðandi stundar: Echoes með Pink Floyd.
Spekin: Lifðu fyrir daginn i dag því þú getur ekki stólað á það að morgundagurinn komi.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli