fimmtudagur, apríl 27, 2006

Vorið er komið og grundirnar gróa...

Það er komið vor, yndislegt. Maður finnur það bara í loftinu. Það dimmir svo seint núorðið og birtir svo snemma, morgunfýlan varð eftir með vetrinum...svo auðvelt að hoppa úr rúminu (tja...allavega auðveldara). Unaður!Ég hef ekki staðið í ströngu að blogga núna undanfarinn mánuðinn, hefur kanski ekki farið fram hjá þeim sem gægjast inn á síðuna.

Ég veit nú ekki alveg hvað skal sagt hafa, en nenni ekki að hafa það langt í þetta sinn þar sem ég ætla að gera heiðarlega tilraun til þess fara fyrr að sofa og vakna svo snemma og fara í ræktina (sjáum til hvernig það fer). Annars er meiningin að reyna að verða svaka fitt og flott fyrir útskriftarferðina í haust (og koma páskakílóunum burt). Verst er hvað matur er góður, en maður þarf bara að rifja upp að hollur matur er líka góður. Rifjið t.d. upp hvernig jarðarber bragðast...mmmm, eða vínber...ó eða mangó! Hver þarf súkkulaði þegar maður hefur þetta og margt fleira? Onei ég er ekki að vera e-ð kaldhæðin. Mér finnst líka fáránlegt hvað margt grænmeti og ávextir eru svo miklu dýrari en sælgæti, svo maður tali ekki um verðmun á hreinum ávaxtasöfum og gosdrykkjum...ekki furða að offita sé vandamál (ekki að þetta sé þó eina ástæðan).

Mikið var gott að komast heim um páskana og gera ekki neitt. Ætlaði að nota tækifærið í fríinu og lesa einhverjar skólabækur, en tja...þið vitið hvernig þetta er. Las ekki einu sinni bók mér til skemmtunar (sökkti mér þó ofan í lifandi vísindi). Svo fórum ég, móðir mín og faðir suður á bóginn að heilsa upp á nýjan fjölskildumeðlim sem fæddist þann 8. Apríl. Helga og Hlynur eru svo sannarlega komin með einn sem á eftir að heilla kvenkynið í komandi framtíð, sjáið bara hvað hann er fallegur http://barnaland.mbl.is/barn/38732/album/330831/img/20060417154724_0.jpg.
Annars var bara legið og étið, t.d. feita ostaköku sem mun seint gleymast.

En maðurinn var ekki lengi í paradís. Svo byrjaði skólinn aftur með öllu sínu tilstandi. Framlengdi fríið mitt reyndar um einn dag viljandi sem var afskaplega notalegt (nema kanski fyrir mætingarprósentuna).
Annars voru að fara fram stjórnarkosningar í skólanum dag (einn vorboðinn) og síðan var gerð uppreisn gegn skólameistara (heyrði samt engan kalla "pereat"). Sigurður Helgi hélt þann þrusumagnaðasta söngsal sem ég man eftir þrátt fyrir að meistari Jón Már hafði ekki gefið leyfi...tvisvar. En auðvitað var þetta bara skemmtilegra þar sem þetta var okkur nemendum forboðið. Afar skemmtilegt.

Farin að skoða auglýsingar um íbúðir til leigu fyrir næsta haust, vistin er búin að fá sinn skamt af mér og ég minn af henni.

Jámm, klukkan að ganga eitt...kanski ég sleppi ræktinni í fyrramálið og sofi, held að ég þurfi að læra að fara fyrr að sofa (ekki það að hálf eitt sé svaðillega seint).

Farin að sofa, verið heil og sæl

lag líðandi stundar: World of Pain með Cream

Pæling: Er gólf ekki ástand?

Ps. Ég hef ánetjast Bubbles, for helve!

Engin ummæli: