Hef nú ekki látið í mér heyrast lengi (eða "lesast"?).
Páskafrí handan við hornið og veturinn mættur til leiks með snjó. Kuldinn búinn að vera að naga mann niður í bein og sjúga úr manni merginn...neinei ekki svo slæmt, reyndar búið að vera fínasta veður seinustu daga og svo er maður öllu vanur. En ég nenni nú ekki að þausa um veðrið..
Seinustu vikur hafa einkennst af botnlausu verkefnaflóði í skólanum og til allrar hamingju er það á enda, en það er ekki þar með sagt að ég sé eitthvað mikið duglegri í venjulegum heimalærdómi um þessar mundir og á það við um marga aðra. Það er eins nýjasta tískubólan sé að "nenna ekki" þegar kemur að skólanum, t.d. er maður langt frá því að vera að taka mætingarprósentuna jafn alvarlega og metnaðarfulli businn sem stefnir á hina gullnu einingu fyrir skólasókn. Morgnarnir eru daglegt barátta á milli leti (svefnþurftar) og samvisku, það er bara svo asskoti gott að velta sér yfir á hina hliðina eftir að maður hefur þaggað niður í vekjaraklukkunni. Svo er maður í þýsku..., og allir morgnar eru orðnir mánudagsmorgnar. En viti menn, páskafríið bíður.
Planið er að keyra heim strax eftir vinnu á föstudagskvöldinu, semsagt eftir kl. átta. Get ekki hugsað mér að bíða með það til næsta morguns (já ætli ég sé ekki með heimþrá).
Byrjaði að vinna í Samkaup Úrval í Hrísalundi fyrir c.a. mánuði síðan, er reyndar bara með tvær vaktir á viku (fim og fös)...en það gefur alveg heilann 8 þúsund kall á mánuði, alveg að raka inn peningum semsagt (ehemm...eða þannig). Betra en ekkert. Mér þykir afar gefandi að standa við kassann og bjóða góðann daginn og renna litríkum matvörum fram hjá skynjaranum sem gefur frá sér hið unaðslega "píp".Einstaka sinnum fæ ég svo að spreyta mig í uppvaskinu sem er ævintýri líkast, klíf háa fjallgarða af pottum um leið og uppþvottalögsangan ber að vitum mér.
Neinei, þetta er í alvöru alveg ágætt, er að vinna með hressum stelpum og svo er hún Veiga gamla alger gullmoli. Annars er þetta í fyrsta skipti sem ég er að vinna svona kassastarf en maður er svosem ekki lengi að ná þessu. Nenni ekki að segja meira frá því í bili.
Annars er ég frekar fúl yfir því að komast ekki suður á Gettu Betur næsta fimmtudag þar sem ég er jú að vinna. Við erum að tala um úrslitaleikinn á móti Versló pakkinu, úfff...ég er svo spennt og ætla að bruna heim strax og ég er búin að vinna kl. 8 og kveikja á imbanum. En þetta verður "ekkert mál fyrir Ásgeir, Magna og Tryggva Pál"!!!, þeir munu taka verslingana í nefið :D
Ég er að fara að verða frænka eftir u.þ.b. viku :) , Helga systir er skráð inn 13. Apríl og mun hún eignast sitt fyrsta barn. Mamma og pabbi þurfa því ekki að örvænta lengur með barnabarn...litla krílið á örugglega eftir að fá meira en næga athygli frá þeim, hehe sé þau fyrir mér. Er orðin bara býsna spennt fyrir frænkuhlutverkinu :) . Að sjálfsögðu munum við (ég, pabbi og mamma) bruna suður til þeirra.
Ætli ég láti þetta ekki gott heita í bili.
Farin að sofa en fæ að sofa til tíu í fyrramálið :D
P.s. Fór á Jesus Christ Superstar í seinustu viku og skemmti mér frábærlega...en seinasta sýningin var í kvöld þannig að so sorry fyrir þá sem misstu af góðri skemmtun.
lag líðandi stundar: Peace Frog með The Doors
orð líðandi stundar: "þeir vita það best, hvað vetur er, sem vorinu heitast unna" - nú skil ég stráin eftir Davíð Stefánsson
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli