Skellti inn nokkrum "frumlegum" myndum inn á myndasíðuna svo endilega kíkið.
Stutt yfirlit um það sem hefur drifið á mína daga:
- Byrjuð að sprikla og lyfta niðri í Átaki, fór þangað því ég fíla ekki Vaxtaræktina. (þið sem stundið hana verðið bara að afsaka).
- Djammaði með Herði bróður mínum og fullt af skemmtilegu þórshafnarpakki þar seinustu helgi.
- Vikan sem var að líða hvarf eins og hendi væri veifað (er ekki annars örugglega enn 7 dagar í viku?).
- skrópaði í leikfimi í seinustu viku vegna hversdaglegrar leti og morgunfýlu (svosem ekkert fréttnæmt).
- Er á námskeiði í myndlistarskólanum á miðvikudagskvöldum.
- Byrja á leiklistarnámskeiði (á vegum LMA) á morgun.
- Fór á ansi marga staði á föstudaginn að athuga með vinnu, hafði kanski e-ð upp úr krafsinu en það á eftir að koma í ljós.
- Djammaði ekkert á föstudaginn.
-Hitti mömmu og pabba á laugardaginn þar sem þau voru á leiðinni til Rvk og fara svo út til Kanarí á miðvikud. Snæddi með þeim þorramat heima hjá Auði frænku.
- Horfði á júróvisjón undankeppnina og er svosem sátt við úrslitin þó svo að það hafi aðrir flytjendur verið betri (t.d. Dísela og Regína Ósk og önnur sem ég man ekki hvað heitir). Annars er löngu kominn tími á íslendinga að hætta að taka þessa væl-keppni svona alvarlega og hafa bara gaman.
- Fórum nokkrar í Sjallann á Jet Black Joe, segi nú bara að ég hafi skemmt mér ágætlega.
Annars hef ég ekki fleira að segja. Ákvað að koma með stutt yfirlit því ég er einfaldlega ekki í stuði til þess að kafa dýpra.
En á miðvikudaginn ætla mennskælingar að vekja á sér athygli fyrir góðann málstað. Ætlunin er að leggja niður heilan skóladag til þess að mótmæla skerðingu náms til stúdentsprófs. Það var reiknað út að námið muni skerðast um 20% ef þessi asnalega hugmynd kemst í framkvæmd. Jafngildir það að heilum skóladegi sé sleppt úr vikunni. Planið er að fylkjast niður á Ráðhústorg og mótmæla og halda uppi dagskrá frameftir kvöldi. Því miður sáu Þorgerður Katrín og hennar aðstoðamenn sér ekki fært um að koma...beyglan!!! Þar sem til eru lög um ærumeiðigar og móðganir ætla ég ekki að láta í ljós álit mitt á menntamálaráð (-beyglu) -herra. En rosalega er ég stolt af framtaki MA-inga og montin af því að tilheyra þeim hópi.
Annars er ég að hugsa um að lesa í Galdra-Lofti og fara í rúmið á skikkanlegum tíma.
Kv. Hildur Ása
Lag dagsins: Cant help falling in love with you-Elvis Prestley
mánudagur, febrúar 20, 2006
Hversdagsleiki
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli