mánudagur, desember 04, 2006

Á leið í háttinn...

Ákvað að kýkja aðeins á blessaða bloggið og sá að fólk var farið að kalla á færslu. Hvort sem það sé vegna þess að ég lifi svo forvitnilegu lífi að fólk bíði óþreyjufullt eftir hverri færslu, eða vegna þeirrar skyldu sem maður ber sem bloggari...að skila inn a.m.k. einni ómerkilegri færslu með upptalningu á liðnum atburðum. Án þess að spá frekar í því ætlaði ég að skilja eftir einn volgan bloggskít á síðunni.

Jólalögin eru farin að óma í útvarpinu og ég verð að viðurkenna að ég kann bara ágætlega við það. Minnir mann á það hvað það er stutt í jólin...og hvað manni finnst það vera stutt síðan þau voru seinast :S . Eiginlega bara tvær vikur í jólafríið...og þrjár skólavikur í prófin :(. En það er hausverkur morgundagsins.

Það er heitt að klæðast upphluti (og ég á ekki við að það sé "hot").

Annars þarf ég að fara að taka til á þessari síðu, allavega að laga linkana þar sem fólk hefur fengið þá sýki að þurfa sífellt að fá sér nýja og nýja bloggsíðu. En þetta er lýsandi fyrir það hvað ég er virk í bloggsamfélaginu, ekki sú duglegasta að flakka á milli síðna.

En...góða nótt

Og munið...að spenna bílbeltin

1 ummæli:

Elín Ósk sagði...

úúú...þú bloggaðir, til hamingju :) ka meinarru...íslenski búiningurinn er víst hot ;) hehe