sunnudagur, janúar 27, 2008

barmalæðan

Jæjja ég stóðst ekki mátið, smá skrif.

Fyndið með suma hluti. Sumir hlutir eru einfaldlega þannig að þeir hitta bara gjörsamlega í mark hjá manni og það getur verið á ýmsa vegu. Ein vegan er sú að hlutur eða fyrirbæri er þeirri náttúru gædd að það hefur endalausan "aðhláturskvóta" eða það að maður getur hlegið endalaust að viðkomandi fyrirbæri. Eitt af mínu uppáhalds er orð sem ég heyrði í fyrsta skiptið núna í dag. Fyrst hélt ég að ég hefði heyrt vitlaust eins og ráð gera fyrir en svo var ekki. Orðið var "brjóstaþoka". Um stund hélt ég að ég yrði ekki eldri, var eins og álfur út úr hól, missti andlitið og allur sá pakki...svo kom hláturinn og hann varir enn.
Brjóstaþoka!?
Manneskjan sem afmeyjaði mig í þessu orði var vinkona mín sem varð nýlega móðir og eignaðist hún gullfallegan dreng fyrir mánuði síðan. En eins og er títt með nýbakaðar mæður og fólk sem er mikið í kringum lítil börn þá fer það að taka upp á áhveðnu háttarlegi. Háttarlagi sem ekki er okkur hinum sérlega aðgengilegt. Þessir einstaklingar taka upp á því m.a. að tala sérkennilegt mál og um mis áhugaleg málefni (frá þeim barnlausu séðum).
Þetta áhveðna háttarlag ætla ég að kalla brjóstaþoku þrátt fyrir að brjóstaþokurfólkið skilgreini það hugtak á aðra vegu. En "barnalands skilgreiningin" er sú að nýbakaðar mæður verði varar við svo kallaða brjóstaþoku meðan þær eru með barn á brjósti og lýsir hún sér á þá vegu að konurnar verð utan við sig og gleymnar á meðan brjóstagjöf stendur.
Jájá gott og blessað og heilagur sannleikur. Nú prófaði ég áðan að "googla" áðurnefnt orð. Niðurstöður voru einmitt þær sem ég ég átti von á, tenglar inn á bloggsíður mæðra þar sem þær jússast yfir því hvað þær hafa gleymt hinu og þessu en bæta því svo við að þarna hafa hin margrómaða brjóstaþoka verið að verki.
Jæjja fyrst að þetta virtist vera eitthvað sem allar mæður sem fæti sínum hafa stigið inn á barnaland könnuðust við. Þá gerði ég ráð fyrir því að fræðileg skýring á fyrirbærinu lægi á fræðilegum vef eins og doktor.is. Þegar ég leitaði að orðinu þar gekk ég steinvegg. Ekkert, núll, zero, blank. Ekkert um brjóstaþoku.
Brjóstaþoka er greinilega einhverskonar krúttkynslóðar kerlingarbækur og bókasafn þeirra er barnaland.is og þið vitið öll hvað fyrirfinnst þar. Ráð sem ég gef barnalandskellum er að slökkva á tölvunni og kýkja í kaffi til mömmu eða vinkvenna og vola í þeim um það að barnið standi í rúminu eða hvort það ætti að borða matarkex. Talið við lifandi fólk, það er heilbrigast.
Mmmhehehehehe.....brjóstaþoka!?

Annað sem hefur ótakmarkaðan "aðhláturskvóta" er fyrirbæri líkt og
- Omega kristilega sjónvarpsstöð
- lolcats
- þessi gaur


Lifið heil!

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Haha. Mögnuð skrif.

Hrafnhildur sagði...

Hæ. Ekkert smá mikið mál að skilja eftir eitt comment, maður þarf að skrá sig og eikkað bull, og ég stimplaði passwordið mitt alltaf vitlaust...allavega. Hvenær kemur nýtt blogg? Og hvenær ætlaru að senda mér e-mail. Og hvað heitir þetta fyrirbæri? Það er soltið skondið:) Oki. Bæbæ skvís.

Nafnlaus sagði...

Já sæll - þessi brjóstaþoka er bara afsökun nei djók.
en já - þetta dýr er eiginlega of fyndið og asnalegt - er þetta ekki afrísk kind? allavega minnir þetta óneitanlega á hana.
áfram með bloggið - ofubloggarinn Hildur Ása ;)
missjú beib.
kv. Valey Sara

Nafnlaus sagði...

Hei já, gleymdi alltaf að skelli inn tegli á nýja bloggið sem er hildurasa.worpress.com

Nafnlaus sagði...

Það ætti að rukka þig fyrir að þykjast halda úti bloggsíðu! ;o)
hafðu það sem best
þín vinkona
Valey Sara

Nafnlaus sagði...

Það ætti að rukka þig fyrir að þykjast halda úti bloggsíðu! ;o)
hafðu það sem best
þín vinkona
Valey Sara