Haustið skall í mig í dag eins og mávaskítur úr heiðskýru lofti. Ég sá gulnuð laufblöð á gangstétt í dag, einnig var veðrið grátt og slepjulegt eins og góðu hausti sæmir.
Mér finnst eins og ég hafi verið að horfa á nýgrænkaða grasflöt núna rétt áðan, en það eru svona fjórir mánuðir síðan.
Ég nenni ekkert að afsaka bloggleysið, enda ekkert að afsaka. Ég var lítið í netsambandi í sumar, og þegar ég var í netsambandi þá nennti ég allra síst að blogga. Reyndar virðist ég yfirleitt blogga þegar ég er búin að gera allt annað í tölvunni, greinilega ekki eitthvað sem ég set í forgang.
Skólinn byrjar hjá mér eftir 6 daga, s.s. þann 10. klukkan tíu. Hlakka mikið til, hlakk til að hafa eitthvað fyrir stafni. Ég er búin að vera í fríi síðan á miðvikudag fyrir viku (fyrir utan helgina)þegar vinnan á Eddunni kláraðist og það er svo fátt sem maður getur gert þegar allir aðrir eru í skólanum, vinnunni eða í útskriftarferð. Ég ætla að fara heim til Þórshafnar á miðviku- eða fimmtudaginn og vera fram á sunnuadag.
Ég byrjaði í nýrri vinnu um helgina, ég verð að vinna á Te & kaffi í vetur með skóla. Það var bara mjög gaman í vinnuni um helgina en það er heill hellingur sem maður á eftir að læra. Gaman að segja frá því að við vorum þrjár að vinna saman um helgina, og heitum allar Hildur.
Ég byrjaði að leigja herbergi í Lækjargötu (rétt hjá Brynjuís)fyrir um einni og hálfri viku og hér er netsamband. Ég á enn eftir að taka upp úr nokkrum kössum, nenni því bara ekki.
Þetta var mjög þurr og leiðinleg færsla vegna áhugaleysis, þið sem lesið fyrirgefið.
Lag líðandi stundar: Clementine með Hraun
Verið þið öll sæl.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Haustið lenti á mér líka í dag. Skelfilegt alveg hreint. Ég er með galopinn glugga hérna í lærdómnum og verð að halda mér í verstu kviðunum. Hver segir að gardínur eiga að vera innan á gluggum?
hehe, var sömuleiðis að draga mínar inn fyrr í kvöld.
naunau...hefur ekki bara slæðst inn eins og eitt blogg hjá kellunni ;) En guli liturinn í náttúrunni er hættur að hræða mig þar sem hann er búin að vera viðloðandi í allt sumar vegna þurrka! Annars sé ég ekkert nema græn tré svo langt sem augað eygir þegar ég lýt hérna út um herbergisgluggann minn, svona er Noregur víst ;)
Já og gettu hvað...ég er komin með nýtt blogg í tilefni Noregsdvalar minnar ;)
Skrifa ummæli