Sumar stelpur tapa allri skynsemi sinni og missa sig þegar þær sjá lítil börn. Ég er ekki ein af þeim. Aftur á móti tapa ég allri skynsemi minni og missi mig þegar ég sé kettlinga. Þá bresta eggjahljóðin víðfrægu í gang og ég fæ heilt fiðrildager í magann sem gætu komið af stað faraldri. Í raun er eitt kattarstykki alveg nóg til þess að koma þessu kerfi í gang.
Í dag hitti ég tólf svona stykki, tvo stálpaða og tíu hnoðra. Já hnoðra, úff nú byrjar það...nóg bara að hugsa um þá. Herdís Eik varð amma nú nýlega þegar dætur hennar Salka og "Fatli" eignuðust fimm kettlingahnoðra hvor með viku millibili. Sumt er bara allt, alltof fallegt. Svo litlir, skrækir og loðnir, tíu stykki í einum kassa.
Ehh...jáh, alveg búin að tapa mér. Mögulega, líklega og sennilega ætlum við Jónína að verða meira en sambýliskonur og stofna litla fjölskildu saman og fá einn hnoðra til okkar. Ó mig auma, það er ekki hægt að gera upp á milli þeirra. En eftir mikinn fiðrildafaraldur og spekúleringar var einn sem heillaði mig gersamlega upp úr mínum fótabúnaði og sokkum. Ég bað Herdísi að frátaka einn lítinn högna fyrir mig.
Í fyrramálið fer ég aftur inn á Akureyri eftir skamma dvöl í "Plássinu". Annars er ekki langt í hápunkt sumarsins þar sem Kátir dagar eru á næsta leiti og þá lætur lætur maður sig að sjálfsögðu ekki vanta.
Bless í bili...vonandi ekki of löngu.
Kv. Hildur Ása
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Hver átti þá köttinn sem var í Munkanum?
Langar þig ekki í fleiri ketti? Ég veit nefnilega um einn sem vantar heimili.
nauhh...bara tvö blogg til að lesa ;) hvað kemur til?? hehe
En ég er orðin ónæm fyrir kettlingum svo mikill floti af þeim kvikindum hafa fæðst á mínu heimili. Jájá..voða sætir fyrstu dagana og þanað til þetta rusl fer að hlaupa og skíta um allt! já nei takk...frekar kýs ég börnin ;:) hehe
Skrifa ummæli