Var fyrr í kvöld að lesa allar færslur sem ég hef skrifað á þetta blogg, s.s. síðan í lok janúar í fyrra. Athyglisvert...þetta var eins og að fara með tímavél aftur í tímann og staðnæmast örstutta stund í fortíðinni (fannst meira að segja eins og ég væri komin aftur á heimavistina í herbergið sem ég var í í fyrra og brá nánast þegar ég sá að ég var ekki þar).
Hvaða framförum hefur maður náð á einu ári? Égbaravetiþaekki. Ekki nema það að ég er nokkurn veginn búin að ákveða hvað ég ætla að gera í náinni framtíð, s.s. að fara í listnám fyrir sunnan en er ekki alveg búin að negla niður í hvaða skóla það mun verða.
Allur 4. bekkur í MA fór til Rvk á miðvikudaginn í starfskynningar og var í nokkra daga. Ég fór í fjórar mis góðar. Byrjaði daginn á Íslensku auglýsingastofunni með power poin showi og hressum gaur, sem hafði einstakann húmor fyrir bónus malti. En mér fannst kynningin áhugaverð og er jafnvel að spá í álíka djobbi í framtíðinni, en hvað veit maður. Eftir mat skoðaði ég Kvikmyndaskóla Íslands sem var meira eins og túristaferð um Gullfoss og Geysi, "Hérna eru kennarastofurnar, hérna er kennslustofa og hérna er salernisaðstaðan", annars er námið fokdýrt eða um 12.000 kr á DAG!
Á föstudeginum fór ég á Ljósmyndastofu Erlings og var það mjög skemmtileg og vel heppnuð kynning. Reyndar vorum við bara fjórar og stóð hún yfir frá níu til tólf. Fengum að prófa græjurnar og myndvinnsluforrit, svaka stuð. En eftir hádegi ætlaði ég á auglýsingastofuna Fíton....en segjum bara að ég hafi lent í bílastæðis vandamáli og endað á öðrum stað.
En já, blessaður OZ351 var næstum úrskurðaður látinn á suðurlandsbrautinni á miðvikudagskvöldinu þegar gírstöngin hætti að gera sitt gagn. Fróður maður sagði að líklega væri þar gírkassinn farinn og bjóst við að tjónið væri hátt í 150 þús krónur...sem er þónokkuð meira en helmingur af því sem ég borgaðir fyrir bílinn á sínum tíma. Sem sagt hefði sú viðgerð ekki borgað sig.
Með hnútinn í maganum allan fimmtudaginn og planandi hvaða glæsikerru maður yrði að fjárfesta í næst, leið ég í gegnum daginn.
En það var ekki svo slæmt þar sem að aðeins þurfti að festa niður einhverja bolta í gírstönginni til að hún virkaði aftur.
Var að finna notendanafnið og lykilorðið að svæðinu mínu inn á íslendingabok.is og er búin að eyða dágóðum tíma í það að reyna að uppgvötva óvænta ættingja úr vinahópnum...en allt kom fyrir ekki og flestir sem ég prófaði voru ýmis 7 eða 9 menningar mínir. Þannig að ég virðist sækja langt út fyrir fjölskilduna í leit að vinum, nema í örfáum tilvikum.
En ég þrái svefn og hann þráir mig og samband okkar er afar ástríðufullt. Við eigum afar erfitt með að fara frá hvoru öðru á morgnanna og þörfnumst hvorts annars í sífellu yfir daginn. Nú kallar hann á mig og lokkar mig upp í rúm til sín...perrinn atarna. En þar sem ég þrái hann afar heitt læt ég undan eðlislægri þörf minni og skríð upp í til hans. Hhahahehe....eða í öðrum orðum þá er ég farin að sofa.
Lag líðandi stundar: We can work it out með Bítlunum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Hversu gríðarlega skyld erum við? Ég hef grun um að við séum jafnvel mæðgin... eða afabræður
Sko..ef ég er afi minn, og við erum afabræður...þá erum við eiginlega bara bræður.
gott blogg hjá þér elskan :) Mitt lykilorð er á góðum stað í skúff heim á skrifstofu hjá pabba ;) hehe
hey gella...
bara að láta vita af mér hérna inni hehe..
mæli með þér suður næsta vetur.. er að reyna að fá sem flesta hingað til mín!!
hlakka til að sjá þig helgina sem þú útskrifast.. enda verð ég í bænum vegna júbbileringar og svo náttla bíladaga ;)
knús sæta
Skrifa ummæli