Haustið skall í mig í dag eins og mávaskítur úr heiðskýru lofti. Ég sá gulnuð laufblöð á gangstétt í dag, einnig var veðrið grátt og slepjulegt eins og góðu hausti sæmir.
Mér finnst eins og ég hafi verið að horfa á nýgrænkaða grasflöt núna rétt áðan, en það eru svona fjórir mánuðir síðan.
Ég nenni ekkert að afsaka bloggleysið, enda ekkert að afsaka. Ég var lítið í netsambandi í sumar, og þegar ég var í netsambandi þá nennti ég allra síst að blogga. Reyndar virðist ég yfirleitt blogga þegar ég er búin að gera allt annað í tölvunni, greinilega ekki eitthvað sem ég set í forgang.
Skólinn byrjar hjá mér eftir 6 daga, s.s. þann 10. klukkan tíu. Hlakka mikið til, hlakk til að hafa eitthvað fyrir stafni. Ég er búin að vera í fríi síðan á miðvikudag fyrir viku (fyrir utan helgina)þegar vinnan á Eddunni kláraðist og það er svo fátt sem maður getur gert þegar allir aðrir eru í skólanum, vinnunni eða í útskriftarferð. Ég ætla að fara heim til Þórshafnar á miðviku- eða fimmtudaginn og vera fram á sunnuadag.
Ég byrjaði í nýrri vinnu um helgina, ég verð að vinna á Te & kaffi í vetur með skóla. Það var bara mjög gaman í vinnuni um helgina en það er heill hellingur sem maður á eftir að læra. Gaman að segja frá því að við vorum þrjár að vinna saman um helgina, og heitum allar Hildur.
Ég byrjaði að leigja herbergi í Lækjargötu (rétt hjá Brynjuís)fyrir um einni og hálfri viku og hér er netsamband. Ég á enn eftir að taka upp úr nokkrum kössum, nenni því bara ekki.
Þetta var mjög þurr og leiðinleg færsla vegna áhugaleysis, þið sem lesið fyrirgefið.
Lag líðandi stundar: Clementine með Hraun
Verið þið öll sæl.
þriðjudagur, júlí 10, 2007
Eggjahljóð
Sumar stelpur tapa allri skynsemi sinni og missa sig þegar þær sjá lítil börn. Ég er ekki ein af þeim. Aftur á móti tapa ég allri skynsemi minni og missi mig þegar ég sé kettlinga. Þá bresta eggjahljóðin víðfrægu í gang og ég fæ heilt fiðrildager í magann sem gætu komið af stað faraldri. Í raun er eitt kattarstykki alveg nóg til þess að koma þessu kerfi í gang.
Í dag hitti ég tólf svona stykki, tvo stálpaða og tíu hnoðra. Já hnoðra, úff nú byrjar það...nóg bara að hugsa um þá. Herdís Eik varð amma nú nýlega þegar dætur hennar Salka og "Fatli" eignuðust fimm kettlingahnoðra hvor með viku millibili. Sumt er bara allt, alltof fallegt. Svo litlir, skrækir og loðnir, tíu stykki í einum kassa.
Ehh...jáh, alveg búin að tapa mér. Mögulega, líklega og sennilega ætlum við Jónína að verða meira en sambýliskonur og stofna litla fjölskildu saman og fá einn hnoðra til okkar. Ó mig auma, það er ekki hægt að gera upp á milli þeirra. En eftir mikinn fiðrildafaraldur og spekúleringar var einn sem heillaði mig gersamlega upp úr mínum fótabúnaði og sokkum. Ég bað Herdísi að frátaka einn lítinn högna fyrir mig.
Í fyrramálið fer ég aftur inn á Akureyri eftir skamma dvöl í "Plássinu". Annars er ekki langt í hápunkt sumarsins þar sem Kátir dagar eru á næsta leiti og þá lætur lætur maður sig að sjálfsögðu ekki vanta.
Bless í bili...vonandi ekki of löngu.
Kv. Hildur Ása
Í dag hitti ég tólf svona stykki, tvo stálpaða og tíu hnoðra. Já hnoðra, úff nú byrjar það...nóg bara að hugsa um þá. Herdís Eik varð amma nú nýlega þegar dætur hennar Salka og "Fatli" eignuðust fimm kettlingahnoðra hvor með viku millibili. Sumt er bara allt, alltof fallegt. Svo litlir, skrækir og loðnir, tíu stykki í einum kassa.
Ehh...jáh, alveg búin að tapa mér. Mögulega, líklega og sennilega ætlum við Jónína að verða meira en sambýliskonur og stofna litla fjölskildu saman og fá einn hnoðra til okkar. Ó mig auma, það er ekki hægt að gera upp á milli þeirra. En eftir mikinn fiðrildafaraldur og spekúleringar var einn sem heillaði mig gersamlega upp úr mínum fótabúnaði og sokkum. Ég bað Herdísi að frátaka einn lítinn högna fyrir mig.
Í fyrramálið fer ég aftur inn á Akureyri eftir skamma dvöl í "Plássinu". Annars er ekki langt í hápunkt sumarsins þar sem Kátir dagar eru á næsta leiti og þá lætur lætur maður sig að sjálfsögðu ekki vanta.
Bless í bili...vonandi ekki of löngu.
Kv. Hildur Ása
sunnudagur, júlí 08, 2007
Sjaldséður hvítur hrafn
"Seint koma sumir en koma þó" hefur oft heyrst, og oft verið sagt um hana Hildi Ásu Henrýsdóttur. Hér er hún mætt í enn eitt skiptið til þess reyna að drita niður nokkrum setningum á bloggið sitt.
Langt er síðan ég saltaði bloggið ofan í tunnu og er því komin tími til þess að veiða það upp úr og setjast að snæðingi enda orðið að fyrirtaks bútungi, rautt og rammsalt.
Því er ekki að neita að ýmislegt hefur drifið á mína daga síðan sautjánhundruðogsúrkál (eða síðan seinast). Má þar nefna að komið er sumar sem er að verða hálfnað áður en það byjaði. Það þýðir að þjóðhátíðardagur vor íslendinga er liðinn og MA stúdentar hafa sett upp hvíta kolla og hvatt sinn skóla (ég er í menginu "MA stúdentar" og útskrifaðist með ágætis meðaleinkunn). Nú tvístrast hópurinn í hinar ýmsu áttir. Enn einn endirinn, enn eitt upphafið.
Núna í sumar fluttist ég ekki búferlum í átt að uppeldisstöð minni við Þistilfjörð, heldur skrölti ég aðeins neðar í götuna og deili nú vistarverum með henni Jónínu. Í vetur ákváðum við að gerast sambýliskonur og vinnufélagar (...og seinna keyptum við okkur eins buxur). Við sóttum báðar um á Hótel Eddu og var eigi hafnað og verjum þar öllu okkar vinnuþreki um þessar mundir. Ég ber starfsheitið þvottahúskelling.
Mín áform um að fara í borg óttans næsta vetur urðu ekki að miklu á seinustu stundu. Þess í stað sótti ég um í Myndlistaskóla Akureyrar og fékk þar inn. Þar ætla ég að leggja stund á hnitmiðað 39 eininga heildstætt nám í sjónlistum. Borgin hefur bara ekki heillað mig og það kostar 10.000 kr að draga inn andann þar. Þar sem ég er ekki ein af þeim sem notar fimmara til að skafa undan óæðri endanum eftir stórskák við sjálfan páfann, hvað þá í stórkvóta fjölskildu...þá tel ég nokkuð líklegt að ég myndi kafna úr súrefnisskorti í óttaborginni. Ég sé ekki eftir því að hafa tekið þessa ákvörðun og sé bara fram á býsna skemmtilegan vetur.
Þarna stiklaði ég á stóru og alltaf má bæta við. Til þess að byrja með býst ég ekki við að koma fljótlega með aðra færslu vegna þess að þráðlausa netið hjá okkur Jónínu er sérviturt og vill bara epli en ekki acer. En sjáum hvað til setur.
Núna er ég heima í kyrrðinni á Þórshöfn sem er afskaplega fínt. Ég átti tveggja daga frí og skellti mér austur. Búin að hafa það rólegt og varla gert skapaðan hlut síðan ég kom í gær...hjálpaði mömmu reyndar að færa stofuborðið í dag og skar niður salat. Duglega ég. Á sama tíma gerðu voru foreldrar mínir mjög afkastamiklir. Pabbi var úti að klæða húsið og mamma bakkaði á Polokvikindið mitt og blindaði það öðru megin. Var það gert mjög snyrtilega og ekki sá á öðru.
Auðvitað er frá fleiru að segja en ekki verður allt sagt þar sem tími er kominn til að leggja tölvuna frá sér og skríða undir sæng.
Hilsen fra Thorshofn
Lag líðandi stundar....bara "Bjór, meiri bjór" með Ljótu hálfvitunum...mega
Langt er síðan ég saltaði bloggið ofan í tunnu og er því komin tími til þess að veiða það upp úr og setjast að snæðingi enda orðið að fyrirtaks bútungi, rautt og rammsalt.
Því er ekki að neita að ýmislegt hefur drifið á mína daga síðan sautjánhundruðogsúrkál (eða síðan seinast). Má þar nefna að komið er sumar sem er að verða hálfnað áður en það byjaði. Það þýðir að þjóðhátíðardagur vor íslendinga er liðinn og MA stúdentar hafa sett upp hvíta kolla og hvatt sinn skóla (ég er í menginu "MA stúdentar" og útskrifaðist með ágætis meðaleinkunn). Nú tvístrast hópurinn í hinar ýmsu áttir. Enn einn endirinn, enn eitt upphafið.
Núna í sumar fluttist ég ekki búferlum í átt að uppeldisstöð minni við Þistilfjörð, heldur skrölti ég aðeins neðar í götuna og deili nú vistarverum með henni Jónínu. Í vetur ákváðum við að gerast sambýliskonur og vinnufélagar (...og seinna keyptum við okkur eins buxur). Við sóttum báðar um á Hótel Eddu og var eigi hafnað og verjum þar öllu okkar vinnuþreki um þessar mundir. Ég ber starfsheitið þvottahúskelling.
Mín áform um að fara í borg óttans næsta vetur urðu ekki að miklu á seinustu stundu. Þess í stað sótti ég um í Myndlistaskóla Akureyrar og fékk þar inn. Þar ætla ég að leggja stund á hnitmiðað 39 eininga heildstætt nám í sjónlistum. Borgin hefur bara ekki heillað mig og það kostar 10.000 kr að draga inn andann þar. Þar sem ég er ekki ein af þeim sem notar fimmara til að skafa undan óæðri endanum eftir stórskák við sjálfan páfann, hvað þá í stórkvóta fjölskildu...þá tel ég nokkuð líklegt að ég myndi kafna úr súrefnisskorti í óttaborginni. Ég sé ekki eftir því að hafa tekið þessa ákvörðun og sé bara fram á býsna skemmtilegan vetur.
Þarna stiklaði ég á stóru og alltaf má bæta við. Til þess að byrja með býst ég ekki við að koma fljótlega með aðra færslu vegna þess að þráðlausa netið hjá okkur Jónínu er sérviturt og vill bara epli en ekki acer. En sjáum hvað til setur.
Núna er ég heima í kyrrðinni á Þórshöfn sem er afskaplega fínt. Ég átti tveggja daga frí og skellti mér austur. Búin að hafa það rólegt og varla gert skapaðan hlut síðan ég kom í gær...hjálpaði mömmu reyndar að færa stofuborðið í dag og skar niður salat. Duglega ég. Á sama tíma gerðu voru foreldrar mínir mjög afkastamiklir. Pabbi var úti að klæða húsið og mamma bakkaði á Polokvikindið mitt og blindaði það öðru megin. Var það gert mjög snyrtilega og ekki sá á öðru.
Auðvitað er frá fleiru að segja en ekki verður allt sagt þar sem tími er kominn til að leggja tölvuna frá sér og skríða undir sæng.
Hilsen fra Thorshofn
Lag líðandi stundar....bara "Bjór, meiri bjór" með Ljótu hálfvitunum...mega
mánudagur, mars 05, 2007
miðvikudagur, febrúar 21, 2007
Við skjáinn...
Var fyrr í kvöld að lesa allar færslur sem ég hef skrifað á þetta blogg, s.s. síðan í lok janúar í fyrra. Athyglisvert...þetta var eins og að fara með tímavél aftur í tímann og staðnæmast örstutta stund í fortíðinni (fannst meira að segja eins og ég væri komin aftur á heimavistina í herbergið sem ég var í í fyrra og brá nánast þegar ég sá að ég var ekki þar).
Hvaða framförum hefur maður náð á einu ári? Égbaravetiþaekki. Ekki nema það að ég er nokkurn veginn búin að ákveða hvað ég ætla að gera í náinni framtíð, s.s. að fara í listnám fyrir sunnan en er ekki alveg búin að negla niður í hvaða skóla það mun verða.
Allur 4. bekkur í MA fór til Rvk á miðvikudaginn í starfskynningar og var í nokkra daga. Ég fór í fjórar mis góðar. Byrjaði daginn á Íslensku auglýsingastofunni með power poin showi og hressum gaur, sem hafði einstakann húmor fyrir bónus malti. En mér fannst kynningin áhugaverð og er jafnvel að spá í álíka djobbi í framtíðinni, en hvað veit maður. Eftir mat skoðaði ég Kvikmyndaskóla Íslands sem var meira eins og túristaferð um Gullfoss og Geysi, "Hérna eru kennarastofurnar, hérna er kennslustofa og hérna er salernisaðstaðan", annars er námið fokdýrt eða um 12.000 kr á DAG!
Á föstudeginum fór ég á Ljósmyndastofu Erlings og var það mjög skemmtileg og vel heppnuð kynning. Reyndar vorum við bara fjórar og stóð hún yfir frá níu til tólf. Fengum að prófa græjurnar og myndvinnsluforrit, svaka stuð. En eftir hádegi ætlaði ég á auglýsingastofuna Fíton....en segjum bara að ég hafi lent í bílastæðis vandamáli og endað á öðrum stað.
En já, blessaður OZ351 var næstum úrskurðaður látinn á suðurlandsbrautinni á miðvikudagskvöldinu þegar gírstöngin hætti að gera sitt gagn. Fróður maður sagði að líklega væri þar gírkassinn farinn og bjóst við að tjónið væri hátt í 150 þús krónur...sem er þónokkuð meira en helmingur af því sem ég borgaðir fyrir bílinn á sínum tíma. Sem sagt hefði sú viðgerð ekki borgað sig.
Með hnútinn í maganum allan fimmtudaginn og planandi hvaða glæsikerru maður yrði að fjárfesta í næst, leið ég í gegnum daginn.
En það var ekki svo slæmt þar sem að aðeins þurfti að festa niður einhverja bolta í gírstönginni til að hún virkaði aftur.
Var að finna notendanafnið og lykilorðið að svæðinu mínu inn á íslendingabok.is og er búin að eyða dágóðum tíma í það að reyna að uppgvötva óvænta ættingja úr vinahópnum...en allt kom fyrir ekki og flestir sem ég prófaði voru ýmis 7 eða 9 menningar mínir. Þannig að ég virðist sækja langt út fyrir fjölskilduna í leit að vinum, nema í örfáum tilvikum.
En ég þrái svefn og hann þráir mig og samband okkar er afar ástríðufullt. Við eigum afar erfitt með að fara frá hvoru öðru á morgnanna og þörfnumst hvorts annars í sífellu yfir daginn. Nú kallar hann á mig og lokkar mig upp í rúm til sín...perrinn atarna. En þar sem ég þrái hann afar heitt læt ég undan eðlislægri þörf minni og skríð upp í til hans. Hhahahehe....eða í öðrum orðum þá er ég farin að sofa.
Lag líðandi stundar: We can work it out með Bítlunum.
Hvaða framförum hefur maður náð á einu ári? Égbaravetiþaekki. Ekki nema það að ég er nokkurn veginn búin að ákveða hvað ég ætla að gera í náinni framtíð, s.s. að fara í listnám fyrir sunnan en er ekki alveg búin að negla niður í hvaða skóla það mun verða.
Allur 4. bekkur í MA fór til Rvk á miðvikudaginn í starfskynningar og var í nokkra daga. Ég fór í fjórar mis góðar. Byrjaði daginn á Íslensku auglýsingastofunni með power poin showi og hressum gaur, sem hafði einstakann húmor fyrir bónus malti. En mér fannst kynningin áhugaverð og er jafnvel að spá í álíka djobbi í framtíðinni, en hvað veit maður. Eftir mat skoðaði ég Kvikmyndaskóla Íslands sem var meira eins og túristaferð um Gullfoss og Geysi, "Hérna eru kennarastofurnar, hérna er kennslustofa og hérna er salernisaðstaðan", annars er námið fokdýrt eða um 12.000 kr á DAG!
Á föstudeginum fór ég á Ljósmyndastofu Erlings og var það mjög skemmtileg og vel heppnuð kynning. Reyndar vorum við bara fjórar og stóð hún yfir frá níu til tólf. Fengum að prófa græjurnar og myndvinnsluforrit, svaka stuð. En eftir hádegi ætlaði ég á auglýsingastofuna Fíton....en segjum bara að ég hafi lent í bílastæðis vandamáli og endað á öðrum stað.
En já, blessaður OZ351 var næstum úrskurðaður látinn á suðurlandsbrautinni á miðvikudagskvöldinu þegar gírstöngin hætti að gera sitt gagn. Fróður maður sagði að líklega væri þar gírkassinn farinn og bjóst við að tjónið væri hátt í 150 þús krónur...sem er þónokkuð meira en helmingur af því sem ég borgaðir fyrir bílinn á sínum tíma. Sem sagt hefði sú viðgerð ekki borgað sig.
Með hnútinn í maganum allan fimmtudaginn og planandi hvaða glæsikerru maður yrði að fjárfesta í næst, leið ég í gegnum daginn.
En það var ekki svo slæmt þar sem að aðeins þurfti að festa niður einhverja bolta í gírstönginni til að hún virkaði aftur.
Var að finna notendanafnið og lykilorðið að svæðinu mínu inn á íslendingabok.is og er búin að eyða dágóðum tíma í það að reyna að uppgvötva óvænta ættingja úr vinahópnum...en allt kom fyrir ekki og flestir sem ég prófaði voru ýmis 7 eða 9 menningar mínir. Þannig að ég virðist sækja langt út fyrir fjölskilduna í leit að vinum, nema í örfáum tilvikum.
En ég þrái svefn og hann þráir mig og samband okkar er afar ástríðufullt. Við eigum afar erfitt með að fara frá hvoru öðru á morgnanna og þörfnumst hvorts annars í sífellu yfir daginn. Nú kallar hann á mig og lokkar mig upp í rúm til sín...perrinn atarna. En þar sem ég þrái hann afar heitt læt ég undan eðlislægri þörf minni og skríð upp í til hans. Hhahahehe....eða í öðrum orðum þá er ég farin að sofa.
Lag líðandi stundar: We can work it out með Bítlunum.
mánudagur, febrúar 19, 2007
margt er skrýtið í kýrhausnum
Hvernig væri svo að skella sér á einn lokk?
http://cgi.ebay.com/Britney-Spears-Strand-Of-Hair-REAL-THING-NR_W0QQitemZ230094252479QQihZ013QQcategoryZ2312QQrdZ1QQcmdZViewItem
Spurning hvort maður gæti verið viss um að þetta sé ekta...ekki það að ég hafi í hyggju að kaupa mér :D
http://cgi.ebay.com/Britney-Spears-Strand-Of-Hair-REAL-THING-NR_W0QQitemZ230094252479QQihZ013QQcategoryZ2312QQrdZ1QQcmdZViewItem
Spurning hvort maður gæti verið viss um að þetta sé ekta...ekki það að ég hafi í hyggju að kaupa mér :D
laugardagur, febrúar 10, 2007
Nautið í dag
Greinilegt að þeir á mbl.is hafa ekki fyrir því að semja stjörnuspárnar sínar sjálfir eins og þeir komu upp um sig í dag þegar gleymdist að stroka út spána á ensku...
NAUT 20. apríl - 20. maí
Ef einhver annar myndi lifa þennan dag í lífi þínu, myndu viðbrögðin við því sem gerist seinni partinn vera mjög sterk. Fyrir þér er þetta hins vegar daglegt brauð. Þú ættir að íhuga hvað þér finnst um það.If someone else were to live this day in your life, they might have a big reaction to what happens this afternoon. But for you, these types of events have become commonplace. Consider how you feel about this.
...enda er þetta allt sama tóbakið þessar stjörnuspár.
NAUT 20. apríl - 20. maí
Ef einhver annar myndi lifa þennan dag í lífi þínu, myndu viðbrögðin við því sem gerist seinni partinn vera mjög sterk. Fyrir þér er þetta hins vegar daglegt brauð. Þú ættir að íhuga hvað þér finnst um það.If someone else were to live this day in your life, they might have a big reaction to what happens this afternoon. But for you, these types of events have become commonplace. Consider how you feel about this.
...enda er þetta allt sama tóbakið þessar stjörnuspár.
miðvikudagur, janúar 31, 2007
Nennnnn...
Ég sagði upp stöðu minni sem bloggari í fyrradag þegar Kata hélt að hún væri kúl og gæti rekið mig. Í langan tíma hef ég ekki haft guðmund um það hvers vegna ég er að þessu, eða ekki að þessu (fyrir þá sem eru ekki að skilja er ég að tala um að "blogga"). Ég veit ekki til þess að ég hafi nokkurn tíman komið af stað miklum samræðum á þessari bloggsíðu sem ég er búin að vera með í rúmlega ár og er þriðja bloggsíðan sem ég hef haldið upp...eða niðri ef svo má að orði komast. Man heldur ekki eftir því að hafa sagt nokkuð merkilegt hérna. En hvers vegna bloggar maður yfir höfuð?
Það mætti segja að hið dæmigerða blogg sé einhverskonar klónun af manni sjálfum sem er staðsett á veraldarvefnum þar sem allir geta "hlustað" á mann og "talað" við mann ef þeir yfir höfuð kæra sig um það. Það eina sem þú þarft að gera er að skilja eftir smá sýnishorn af hversdagslífi þínu. En reyndar er þar með ekki öllu á botninn hvolft þar sem sumir eru góðir pennar og kunna að segja skemmtilega frá hversdaglegum hlutum eða skrifa áhugaverða pistla. Burt séð frá því hvort ég sé góður eða lélegur penni er málið það að þetta er eitthvað sem ég nenni bara ekki að leggja metnað minn í þ.e. að blogga yfir höfuð.
En hvers vegna er ég þá að þessu?
Ekki veit ég það með vissu. Ætli það sé vegna þess að allir aðrir eru að því og það er kúl? Eða er það vegna þess að það felst ákveðið vald í því að geta sagt sínar skoðanir á veraldarvefnum?
Nja...eins og ég segi þá hef ég ekki hugmynd um það en tókst núna að gera bloggfærslu um eitthvað sem öllum er sama um og þar með talið mér...svo ég nenni ekki að svara spurningunni...
En til að gera eitthvað "blogglegt" get ég komið með þetta:
Lag líðandi stundar: Enjoy the silence með Depeche Mode
...daddaladdaláá
Það mætti segja að hið dæmigerða blogg sé einhverskonar klónun af manni sjálfum sem er staðsett á veraldarvefnum þar sem allir geta "hlustað" á mann og "talað" við mann ef þeir yfir höfuð kæra sig um það. Það eina sem þú þarft að gera er að skilja eftir smá sýnishorn af hversdagslífi þínu. En reyndar er þar með ekki öllu á botninn hvolft þar sem sumir eru góðir pennar og kunna að segja skemmtilega frá hversdaglegum hlutum eða skrifa áhugaverða pistla. Burt séð frá því hvort ég sé góður eða lélegur penni er málið það að þetta er eitthvað sem ég nenni bara ekki að leggja metnað minn í þ.e. að blogga yfir höfuð.
En hvers vegna er ég þá að þessu?
Ekki veit ég það með vissu. Ætli það sé vegna þess að allir aðrir eru að því og það er kúl? Eða er það vegna þess að það felst ákveðið vald í því að geta sagt sínar skoðanir á veraldarvefnum?
Nja...eins og ég segi þá hef ég ekki hugmynd um það en tókst núna að gera bloggfærslu um eitthvað sem öllum er sama um og þar með talið mér...svo ég nenni ekki að svara spurningunni...
En til að gera eitthvað "blogglegt" get ég komið með þetta:
Lag líðandi stundar: Enjoy the silence með Depeche Mode
...daddaladdaláá
mánudagur, janúar 29, 2007
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)