miðvikudagur, desember 06, 2006

Osei sei

Ég settist fyrir framan skjáinn með fulla skál af poppi og ætlaði að byrja að skrifa eitthvað sniðugt. En, ég gat ekki byrjað að skrifa stafkrók fyrr en ég hafði étið upp hverja einustu poppbaun...græðgin þar á ferð.
En popp er gott, svo er það líka einfalt. Einfalt og gott! Þá er ég líka að meina alvöru popp sem maður mallar sjálfur, maís sem maður skellir í pott og smellir á helluna. Awww...luv it.

Annars er fátt gáfulegt að frétta annað en það að ég er enn einu sinni búin að koma mér í leikfélagsstjórn, reyndar ekki LMA heldur hjá leikfélaginu Sögu. Veit ekki hvaða titli ég gegni þar en er strax komin með mission. Vorum með fund á Karó áðan þar sem við brugguðum ýmis launráð.

Þess má geta að kötturinn fílar tölvutöskuna mína í botn, liggur í henni núna og einangrar töskun enn betur að innan með þeim hárum sem losna af henni. Heillandi.

En, Times býður mín með óþreyju...vildi að ég gæti sagt það sama. Verð að undirbúa mig e-ð aðeins betur fyrir prófið á morgun.

........stuð

En já, það lítur út fyrir það að öll komment sem hafa komið inn á síðuna áður en ég breytti henni hafi horfið...en leitt.

mánudagur, desember 04, 2006

Allt er vænt sem vel er...

...grænt!
Smá breytingar framkvæmdar þar sem ég var ekki í stuði til þess að draga fram námsbækurnar. Endurnýjaði líka nokkra linka og solleiðis.
En ætli ég verði ekki að gera það á eftir, svo gott að gera hlutina bara "á eftir". Kanski þegar ég er búin að setja í þvottavélina, skoða myndir frá árshátíðinni og kanski eftir kaffisopa...s.s. mjög seint.
Annars ætti ég að stefna að því að fara fyrr að sofa þar sem ég er yfirleitt ekki að gera neitt það merkilegt svona seint á kvöldin. Stefni að því...

Svo þarf að skila inn Carmínu grein og mynd fyrir jól, ehe jah. Ég ætla að reyna að teikna mína mynd sjálf þar sem það er ódýrast og svo er það kanski líka bara smá áskorun á sjálfa mig. Aðal málið er bara að byrja á þessu.

Já málið er bara að byrja á þessu...kanski ég fari að setja í vélina, eftir smá kaffisopa.

Og munið krakkar mínir að það hefur enn og aftur sannað sig að...lífið er kúfiskur.

Á leið í háttinn...

Ákvað að kýkja aðeins á blessaða bloggið og sá að fólk var farið að kalla á færslu. Hvort sem það sé vegna þess að ég lifi svo forvitnilegu lífi að fólk bíði óþreyjufullt eftir hverri færslu, eða vegna þeirrar skyldu sem maður ber sem bloggari...að skila inn a.m.k. einni ómerkilegri færslu með upptalningu á liðnum atburðum. Án þess að spá frekar í því ætlaði ég að skilja eftir einn volgan bloggskít á síðunni.

Jólalögin eru farin að óma í útvarpinu og ég verð að viðurkenna að ég kann bara ágætlega við það. Minnir mann á það hvað það er stutt í jólin...og hvað manni finnst það vera stutt síðan þau voru seinast :S . Eiginlega bara tvær vikur í jólafríið...og þrjár skólavikur í prófin :(. En það er hausverkur morgundagsins.

Það er heitt að klæðast upphluti (og ég á ekki við að það sé "hot").

Annars þarf ég að fara að taka til á þessari síðu, allavega að laga linkana þar sem fólk hefur fengið þá sýki að þurfa sífellt að fá sér nýja og nýja bloggsíðu. En þetta er lýsandi fyrir það hvað ég er virk í bloggsamfélaginu, ekki sú duglegasta að flakka á milli síðna.

En...góða nótt

Og munið...að spenna bílbeltin