Það er komið vor, yndislegt. Maður finnur það bara í loftinu. Það dimmir svo seint núorðið og birtir svo snemma, morgunfýlan varð eftir með vetrinum...svo auðvelt að hoppa úr rúminu (tja...allavega auðveldara). Unaður!Ég hef ekki staðið í ströngu að blogga núna undanfarinn mánuðinn, hefur kanski ekki farið fram hjá þeim sem gægjast inn á síðuna.
Ég veit nú ekki alveg hvað skal sagt hafa, en nenni ekki að hafa það langt í þetta sinn þar sem ég ætla að gera heiðarlega tilraun til þess fara fyrr að sofa og vakna svo snemma og fara í ræktina (sjáum til hvernig það fer). Annars er meiningin að reyna að verða svaka fitt og flott fyrir útskriftarferðina í haust (og koma páskakílóunum burt). Verst er hvað matur er góður, en maður þarf bara að rifja upp að hollur matur er líka góður. Rifjið t.d. upp hvernig jarðarber bragðast...mmmm, eða vínber...ó eða mangó! Hver þarf súkkulaði þegar maður hefur þetta og margt fleira? Onei ég er ekki að vera e-ð kaldhæðin. Mér finnst líka fáránlegt hvað margt grænmeti og ávextir eru svo miklu dýrari en sælgæti, svo maður tali ekki um verðmun á hreinum ávaxtasöfum og gosdrykkjum...ekki furða að offita sé vandamál (ekki að þetta sé þó eina ástæðan).
Mikið var gott að komast heim um páskana og gera ekki neitt. Ætlaði að nota tækifærið í fríinu og lesa einhverjar skólabækur, en tja...þið vitið hvernig þetta er. Las ekki einu sinni bók mér til skemmtunar (sökkti mér þó ofan í lifandi vísindi). Svo fórum ég, móðir mín og faðir suður á bóginn að heilsa upp á nýjan fjölskildumeðlim sem fæddist þann 8. Apríl. Helga og Hlynur eru svo sannarlega komin með einn sem á eftir að heilla kvenkynið í komandi framtíð, sjáið bara hvað hann er fallegur http://barnaland.mbl.is/barn/38732/album/330831/img/20060417154724_0.jpg.
Annars var bara legið og étið, t.d. feita ostaköku sem mun seint gleymast.
En maðurinn var ekki lengi í paradís. Svo byrjaði skólinn aftur með öllu sínu tilstandi. Framlengdi fríið mitt reyndar um einn dag viljandi sem var afskaplega notalegt (nema kanski fyrir mætingarprósentuna).
Annars voru að fara fram stjórnarkosningar í skólanum dag (einn vorboðinn) og síðan var gerð uppreisn gegn skólameistara (heyrði samt engan kalla "pereat"). Sigurður Helgi hélt þann þrusumagnaðasta söngsal sem ég man eftir þrátt fyrir að meistari Jón Már hafði ekki gefið leyfi...tvisvar. En auðvitað var þetta bara skemmtilegra þar sem þetta var okkur nemendum forboðið. Afar skemmtilegt.
Farin að skoða auglýsingar um íbúðir til leigu fyrir næsta haust, vistin er búin að fá sinn skamt af mér og ég minn af henni.
Jámm, klukkan að ganga eitt...kanski ég sleppi ræktinni í fyrramálið og sofi, held að ég þurfi að læra að fara fyrr að sofa (ekki það að hálf eitt sé svaðillega seint).
Farin að sofa, verið heil og sæl
lag líðandi stundar: World of Pain með Cream
Pæling: Er gólf ekki ástand?
Ps. Ég hef ánetjast Bubbles, for helve!
fimmtudagur, apríl 27, 2006
þriðjudagur, apríl 04, 2006
Nú skil ég stráin sem fönnin felur...
Hef nú ekki látið í mér heyrast lengi (eða "lesast"?).
Páskafrí handan við hornið og veturinn mættur til leiks með snjó. Kuldinn búinn að vera að naga mann niður í bein og sjúga úr manni merginn...neinei ekki svo slæmt, reyndar búið að vera fínasta veður seinustu daga og svo er maður öllu vanur. En ég nenni nú ekki að þausa um veðrið..
Seinustu vikur hafa einkennst af botnlausu verkefnaflóði í skólanum og til allrar hamingju er það á enda, en það er ekki þar með sagt að ég sé eitthvað mikið duglegri í venjulegum heimalærdómi um þessar mundir og á það við um marga aðra. Það er eins nýjasta tískubólan sé að "nenna ekki" þegar kemur að skólanum, t.d. er maður langt frá því að vera að taka mætingarprósentuna jafn alvarlega og metnaðarfulli businn sem stefnir á hina gullnu einingu fyrir skólasókn. Morgnarnir eru daglegt barátta á milli leti (svefnþurftar) og samvisku, það er bara svo asskoti gott að velta sér yfir á hina hliðina eftir að maður hefur þaggað niður í vekjaraklukkunni. Svo er maður í þýsku..., og allir morgnar eru orðnir mánudagsmorgnar. En viti menn, páskafríið bíður.
Planið er að keyra heim strax eftir vinnu á föstudagskvöldinu, semsagt eftir kl. átta. Get ekki hugsað mér að bíða með það til næsta morguns (já ætli ég sé ekki með heimþrá).
Byrjaði að vinna í Samkaup Úrval í Hrísalundi fyrir c.a. mánuði síðan, er reyndar bara með tvær vaktir á viku (fim og fös)...en það gefur alveg heilann 8 þúsund kall á mánuði, alveg að raka inn peningum semsagt (ehemm...eða þannig). Betra en ekkert. Mér þykir afar gefandi að standa við kassann og bjóða góðann daginn og renna litríkum matvörum fram hjá skynjaranum sem gefur frá sér hið unaðslega "píp".Einstaka sinnum fæ ég svo að spreyta mig í uppvaskinu sem er ævintýri líkast, klíf háa fjallgarða af pottum um leið og uppþvottalögsangan ber að vitum mér.
Neinei, þetta er í alvöru alveg ágætt, er að vinna með hressum stelpum og svo er hún Veiga gamla alger gullmoli. Annars er þetta í fyrsta skipti sem ég er að vinna svona kassastarf en maður er svosem ekki lengi að ná þessu. Nenni ekki að segja meira frá því í bili.
Annars er ég frekar fúl yfir því að komast ekki suður á Gettu Betur næsta fimmtudag þar sem ég er jú að vinna. Við erum að tala um úrslitaleikinn á móti Versló pakkinu, úfff...ég er svo spennt og ætla að bruna heim strax og ég er búin að vinna kl. 8 og kveikja á imbanum. En þetta verður "ekkert mál fyrir Ásgeir, Magna og Tryggva Pál"!!!, þeir munu taka verslingana í nefið :D
Ég er að fara að verða frænka eftir u.þ.b. viku :) , Helga systir er skráð inn 13. Apríl og mun hún eignast sitt fyrsta barn. Mamma og pabbi þurfa því ekki að örvænta lengur með barnabarn...litla krílið á örugglega eftir að fá meira en næga athygli frá þeim, hehe sé þau fyrir mér. Er orðin bara býsna spennt fyrir frænkuhlutverkinu :) . Að sjálfsögðu munum við (ég, pabbi og mamma) bruna suður til þeirra.
Ætli ég láti þetta ekki gott heita í bili.
Farin að sofa en fæ að sofa til tíu í fyrramálið :D
P.s. Fór á Jesus Christ Superstar í seinustu viku og skemmti mér frábærlega...en seinasta sýningin var í kvöld þannig að so sorry fyrir þá sem misstu af góðri skemmtun.
lag líðandi stundar: Peace Frog með The Doors
orð líðandi stundar: "þeir vita það best, hvað vetur er, sem vorinu heitast unna" - nú skil ég stráin eftir Davíð Stefánsson
Páskafrí handan við hornið og veturinn mættur til leiks með snjó. Kuldinn búinn að vera að naga mann niður í bein og sjúga úr manni merginn...neinei ekki svo slæmt, reyndar búið að vera fínasta veður seinustu daga og svo er maður öllu vanur. En ég nenni nú ekki að þausa um veðrið..
Seinustu vikur hafa einkennst af botnlausu verkefnaflóði í skólanum og til allrar hamingju er það á enda, en það er ekki þar með sagt að ég sé eitthvað mikið duglegri í venjulegum heimalærdómi um þessar mundir og á það við um marga aðra. Það er eins nýjasta tískubólan sé að "nenna ekki" þegar kemur að skólanum, t.d. er maður langt frá því að vera að taka mætingarprósentuna jafn alvarlega og metnaðarfulli businn sem stefnir á hina gullnu einingu fyrir skólasókn. Morgnarnir eru daglegt barátta á milli leti (svefnþurftar) og samvisku, það er bara svo asskoti gott að velta sér yfir á hina hliðina eftir að maður hefur þaggað niður í vekjaraklukkunni. Svo er maður í þýsku..., og allir morgnar eru orðnir mánudagsmorgnar. En viti menn, páskafríið bíður.
Planið er að keyra heim strax eftir vinnu á föstudagskvöldinu, semsagt eftir kl. átta. Get ekki hugsað mér að bíða með það til næsta morguns (já ætli ég sé ekki með heimþrá).
Byrjaði að vinna í Samkaup Úrval í Hrísalundi fyrir c.a. mánuði síðan, er reyndar bara með tvær vaktir á viku (fim og fös)...en það gefur alveg heilann 8 þúsund kall á mánuði, alveg að raka inn peningum semsagt (ehemm...eða þannig). Betra en ekkert. Mér þykir afar gefandi að standa við kassann og bjóða góðann daginn og renna litríkum matvörum fram hjá skynjaranum sem gefur frá sér hið unaðslega "píp".Einstaka sinnum fæ ég svo að spreyta mig í uppvaskinu sem er ævintýri líkast, klíf háa fjallgarða af pottum um leið og uppþvottalögsangan ber að vitum mér.
Neinei, þetta er í alvöru alveg ágætt, er að vinna með hressum stelpum og svo er hún Veiga gamla alger gullmoli. Annars er þetta í fyrsta skipti sem ég er að vinna svona kassastarf en maður er svosem ekki lengi að ná þessu. Nenni ekki að segja meira frá því í bili.
Annars er ég frekar fúl yfir því að komast ekki suður á Gettu Betur næsta fimmtudag þar sem ég er jú að vinna. Við erum að tala um úrslitaleikinn á móti Versló pakkinu, úfff...ég er svo spennt og ætla að bruna heim strax og ég er búin að vinna kl. 8 og kveikja á imbanum. En þetta verður "ekkert mál fyrir Ásgeir, Magna og Tryggva Pál"!!!, þeir munu taka verslingana í nefið :D
Ég er að fara að verða frænka eftir u.þ.b. viku :) , Helga systir er skráð inn 13. Apríl og mun hún eignast sitt fyrsta barn. Mamma og pabbi þurfa því ekki að örvænta lengur með barnabarn...litla krílið á örugglega eftir að fá meira en næga athygli frá þeim, hehe sé þau fyrir mér. Er orðin bara býsna spennt fyrir frænkuhlutverkinu :) . Að sjálfsögðu munum við (ég, pabbi og mamma) bruna suður til þeirra.
Ætli ég láti þetta ekki gott heita í bili.
Farin að sofa en fæ að sofa til tíu í fyrramálið :D
P.s. Fór á Jesus Christ Superstar í seinustu viku og skemmti mér frábærlega...en seinasta sýningin var í kvöld þannig að so sorry fyrir þá sem misstu af góðri skemmtun.
lag líðandi stundar: Peace Frog með The Doors
orð líðandi stundar: "þeir vita það best, hvað vetur er, sem vorinu heitast unna" - nú skil ég stráin eftir Davíð Stefánsson
fimmtudagur, mars 16, 2006
mánudagur, mars 13, 2006
æi..adna essi ðynnguleigr
Ég sá að það var löngu kominn tími á það að koma með færslu, en ég var samt ekkert að hafa fyrir því að gera einhvern texta þannig að ég fann þetta á síðunni hennar Elínar.
Besti þynnkumatur?
- Sveitt píta með miklu buffi og slatta af grænmeti.
Besti þynnkudrykkur?
- nokkrir lítrar af hreinu íslensku kranavatni.
Besta þynnkutónlistin?
- Sigur Rós og Hjálmar.
Hvað gerirðu fyrst þegar þú vaknar þunnur?
- Svolgra í mig vatni og fæ mér að borða.
Versta þynnkan?
- Man nú ekki dagsetninguna en það var heima á Þórshöfn eftir áramótin 2004. Kútafyllerí með Bryndísi sem endaði þannig að Hörður bróðir varð að bera mig heim af barnum. Eina skiptið sem ég hef orðið þunn að ráði, lá uppi í rúmi allan daginn eftir og spjó úr mér galli og lungum. Gat heldur ekki opnað augun vegna þess að augun voru of næm á alla birtu, fyrr en eftir kvöldmatinn.
Besta þynnkan?
- Verð næstum aldrei þunn, kemur bara fram sem hungur sem hverfur með áti og vatnsdrykkju.
Besti þynnkumatur?
- Sveitt píta með miklu buffi og slatta af grænmeti.
Besti þynnkudrykkur?
- nokkrir lítrar af hreinu íslensku kranavatni.
Besta þynnkutónlistin?
- Sigur Rós og Hjálmar.
Hvað gerirðu fyrst þegar þú vaknar þunnur?
- Svolgra í mig vatni og fæ mér að borða.
Versta þynnkan?
- Man nú ekki dagsetninguna en það var heima á Þórshöfn eftir áramótin 2004. Kútafyllerí með Bryndísi sem endaði þannig að Hörður bróðir varð að bera mig heim af barnum. Eina skiptið sem ég hef orðið þunn að ráði, lá uppi í rúmi allan daginn eftir og spjó úr mér galli og lungum. Gat heldur ekki opnað augun vegna þess að augun voru of næm á alla birtu, fyrr en eftir kvöldmatinn.
Besta þynnkan?
- Verð næstum aldrei þunn, kemur bara fram sem hungur sem hverfur með áti og vatnsdrykkju.
sunnudagur, mars 12, 2006
þriðjudagur, febrúar 28, 2006
Í dag er þriðjudagur...eða réttara sagt er komið þriðjudagskvöld sem bendir réttilega til þess að á morgun sé miðvikudagur og nafnið á þeim degi gefur til kynna að vikan sé hálfnuð, áður en hún byrjaði (allavega að mínu mati).
Helgin fór í það að bitrast yfir flensunni sem ég náði mér í og hélt mér fanginni yfir inni í Glæsibæ nr. 348 mestalla helgina. Hóst hóst, atjúúúú og sniff sniff inn á milli...alltaf vinsælt ásamt smá hitaslæðingi. Sem betur fer var sá óboðni fjandi ekki lengi í heimsókn og er hann núna að taka saman föggur sínar og fara sína leið.
Fór reynar með Valey Söru og hennar manni ásamt Öbbu í Sjallann á föstudagskvöldinu á árshátíð VMA, sem var alveg ágætt að mínu mati. Todmoboile að spila. Hittum Bryndó, Sunnu Björk, Jónínu, Guðrúnu Hildi og einnig Sunnu Birnu og fleiri góðar sálir. Þó voru það einhverjir sem að voru eitthvað óánægðir með hljómsveitina og fannst víst "ööömurlegt", tja...mér fannst bandið gott, en misjafn er smekkur manna.
Annars var lítið brallað. Ég var reyndar drifin í heilsubótargöngu með Hrafnhildi og Ingimari á sunnudeginum sem endaði svo með feitum Subway, skondið.
Annars hef ég verið að velta því fyrir mér hvað sé áhugaverð lesning, þ.e. þegar kemur að bloggi. Sumir skrifa bara um daginn og veginn og hvað þeir gerðu frá því að þeir fóru á fætur og þangað skriðið er upp í rúm, það er reyndar það sem að maður sér mest af (ég er alls ekki að gera lítið úr þeirri "aðferð", var einmitt sjálf að nota hana hér á undan). Aðrir kafa dýpra og skrifa hnitmiðaðar greinar um fyrirfram ákveðið efni. Svo eru til margar gerðir af þessum bloggsíðum sem ég nenni ekki að gera skil á.
Hvað vill maður segja á sínu bloggi? Vill maður bara rifja upp gráann hversdagsleikann fyrir sjálfum sér og öðrum manneskjum sem er alveg sama? Slúðra um atburði helgarinnar? Deila sínum innstu tilfinningum með öðrum (öllum?)? eða hvað?
Hvað vil ég gera með blogg?
Þetta eru of margar spurningar, en ein aðalástæðan fyrir því að mín blogg deyja út fyrir rest er sú að mig skortir tilganginn á því að blogga. Hversdagslífið er bara svo grátt, ómerkilegt og á heildina litið gerist ósköp fátt (sem að er í raun mjög jákvætt). Það er bara einhvernveginn ekki minn "stíll" að segja stuttlega frá því sem ég gerði daginn eða helgina áður, þó að ég hafi gert það. En tja...þetta er orðin óttarleg langloka hjá mér og það er ólíklegt að margir nenni að lesa þetta í gegn.
Kanski ég endi þetta.
Kv. Hildur Ása
Lag líðandi stundar: Joga með Björk Guðmundsdóttur
Helgin fór í það að bitrast yfir flensunni sem ég náði mér í og hélt mér fanginni yfir inni í Glæsibæ nr. 348 mestalla helgina. Hóst hóst, atjúúúú og sniff sniff inn á milli...alltaf vinsælt ásamt smá hitaslæðingi. Sem betur fer var sá óboðni fjandi ekki lengi í heimsókn og er hann núna að taka saman föggur sínar og fara sína leið.
Fór reynar með Valey Söru og hennar manni ásamt Öbbu í Sjallann á föstudagskvöldinu á árshátíð VMA, sem var alveg ágætt að mínu mati. Todmoboile að spila. Hittum Bryndó, Sunnu Björk, Jónínu, Guðrúnu Hildi og einnig Sunnu Birnu og fleiri góðar sálir. Þó voru það einhverjir sem að voru eitthvað óánægðir með hljómsveitina og fannst víst "ööömurlegt", tja...mér fannst bandið gott, en misjafn er smekkur manna.
Annars var lítið brallað. Ég var reyndar drifin í heilsubótargöngu með Hrafnhildi og Ingimari á sunnudeginum sem endaði svo með feitum Subway, skondið.
Annars hef ég verið að velta því fyrir mér hvað sé áhugaverð lesning, þ.e. þegar kemur að bloggi. Sumir skrifa bara um daginn og veginn og hvað þeir gerðu frá því að þeir fóru á fætur og þangað skriðið er upp í rúm, það er reyndar það sem að maður sér mest af (ég er alls ekki að gera lítið úr þeirri "aðferð", var einmitt sjálf að nota hana hér á undan). Aðrir kafa dýpra og skrifa hnitmiðaðar greinar um fyrirfram ákveðið efni. Svo eru til margar gerðir af þessum bloggsíðum sem ég nenni ekki að gera skil á.
Hvað vill maður segja á sínu bloggi? Vill maður bara rifja upp gráann hversdagsleikann fyrir sjálfum sér og öðrum manneskjum sem er alveg sama? Slúðra um atburði helgarinnar? Deila sínum innstu tilfinningum með öðrum (öllum?)? eða hvað?
Hvað vil ég gera með blogg?
Þetta eru of margar spurningar, en ein aðalástæðan fyrir því að mín blogg deyja út fyrir rest er sú að mig skortir tilganginn á því að blogga. Hversdagslífið er bara svo grátt, ómerkilegt og á heildina litið gerist ósköp fátt (sem að er í raun mjög jákvætt). Það er bara einhvernveginn ekki minn "stíll" að segja stuttlega frá því sem ég gerði daginn eða helgina áður, þó að ég hafi gert það. En tja...þetta er orðin óttarleg langloka hjá mér og það er ólíklegt að margir nenni að lesa þetta í gegn.
Kanski ég endi þetta.
Kv. Hildur Ása
Lag líðandi stundar: Joga með Björk Guðmundsdóttur
laugardagur, febrúar 25, 2006
leið...
"haltu leið þinni áfram og ekki líta aftur um öxl" sagði hún og hélt leið sinni áfram en leit aftur um öxl.
mánudagur, febrúar 20, 2006
Hversdagsleiki
Skellti inn nokkrum "frumlegum" myndum inn á myndasíðuna svo endilega kíkið.
Stutt yfirlit um það sem hefur drifið á mína daga:
- Byrjuð að sprikla og lyfta niðri í Átaki, fór þangað því ég fíla ekki Vaxtaræktina. (þið sem stundið hana verðið bara að afsaka).
- Djammaði með Herði bróður mínum og fullt af skemmtilegu þórshafnarpakki þar seinustu helgi.
- Vikan sem var að líða hvarf eins og hendi væri veifað (er ekki annars örugglega enn 7 dagar í viku?).
- skrópaði í leikfimi í seinustu viku vegna hversdaglegrar leti og morgunfýlu (svosem ekkert fréttnæmt).
- Er á námskeiði í myndlistarskólanum á miðvikudagskvöldum.
- Byrja á leiklistarnámskeiði (á vegum LMA) á morgun.
- Fór á ansi marga staði á föstudaginn að athuga með vinnu, hafði kanski e-ð upp úr krafsinu en það á eftir að koma í ljós.
- Djammaði ekkert á föstudaginn.
-Hitti mömmu og pabba á laugardaginn þar sem þau voru á leiðinni til Rvk og fara svo út til Kanarí á miðvikud. Snæddi með þeim þorramat heima hjá Auði frænku.
- Horfði á júróvisjón undankeppnina og er svosem sátt við úrslitin þó svo að það hafi aðrir flytjendur verið betri (t.d. Dísela og Regína Ósk og önnur sem ég man ekki hvað heitir). Annars er löngu kominn tími á íslendinga að hætta að taka þessa væl-keppni svona alvarlega og hafa bara gaman.
- Fórum nokkrar í Sjallann á Jet Black Joe, segi nú bara að ég hafi skemmt mér ágætlega.
Annars hef ég ekki fleira að segja. Ákvað að koma með stutt yfirlit því ég er einfaldlega ekki í stuði til þess að kafa dýpra.
En á miðvikudaginn ætla mennskælingar að vekja á sér athygli fyrir góðann málstað. Ætlunin er að leggja niður heilan skóladag til þess að mótmæla skerðingu náms til stúdentsprófs. Það var reiknað út að námið muni skerðast um 20% ef þessi asnalega hugmynd kemst í framkvæmd. Jafngildir það að heilum skóladegi sé sleppt úr vikunni. Planið er að fylkjast niður á Ráðhústorg og mótmæla og halda uppi dagskrá frameftir kvöldi. Því miður sáu Þorgerður Katrín og hennar aðstoðamenn sér ekki fært um að koma...beyglan!!! Þar sem til eru lög um ærumeiðigar og móðganir ætla ég ekki að láta í ljós álit mitt á menntamálaráð (-beyglu) -herra. En rosalega er ég stolt af framtaki MA-inga og montin af því að tilheyra þeim hópi.
Annars er ég að hugsa um að lesa í Galdra-Lofti og fara í rúmið á skikkanlegum tíma.
Kv. Hildur Ása
Lag dagsins: Cant help falling in love with you-Elvis Prestley
sunnudagur, febrúar 19, 2006
"klukk"
Jæjja...ég gefst upp og fylgi "mainstreaminu" og svara "klukkinu" frá Kötu.
4 störf sem ég hef unnið um ævina:
1.) Kúfiskurinn, alltaf sígildur og alltaf ljúfur
2.) Áhaldarhús Þórshafnarhrepps því það er kúl að reyta arfa.
3.) Naust dvalarheimili aldraðra á Þórshöfn
4.) Eyrin bar/restaurant
4 bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur:
1.) Stella í orlofi
2.) Rockstar
3.) Walk the line
4.) Pirates of the Carabian
4 staðir sem ég hef búið á:
1.) Lækjarvegur 7 Þórshöfn
2.) telst heimavistin með?
3.) uuu...var einusinni í herberginu við hliðina á hjónaherberginu á Lækjarveginum
4.) Svo var ég í einhvern smá tíma þar sem að skrifstofan hans pabba er núna...hef ekki mikið staðið í flutningum um ævina sko.
4 sjónvarpsþættir sem mér líkar:
1.) Futurama
2.) Sex and the city
3.) Desperate houswifes
4.) That 70's show
4 síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:
1.) Muninn.is
2.) mbl.is
3.) Hugi.is
4.) spamadur.is
4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
1.) Ásbyrgi
2.) Reykjavík
3.) Noregur
4.) Öræfin
4 matarkyns sem ég held uppá:
1.) pizza a la Gunna
2.) grillaðar lambakótilettur með miklu salati
3.) grænmetissullpottrétturinn hennar mömmu með einhverju kjöti og fleiri spennandi afgöngum...namm
4.) Svalbarðbjúgu (fyrir þig Jónína :D)
4 staðir sem ég vildi heldur vera á núna:
1.) Sófanum heima
2.) á leið til Kanarí
3.) á Pink Floyd tónleikum
4.) Ætla ekki að segja... :)
Jæjja...þar hafið þið það.
Kv. Hildur Ása
Lag dagsins: Have a cigar-Pink Floyd
4 störf sem ég hef unnið um ævina:
1.) Kúfiskurinn, alltaf sígildur og alltaf ljúfur
2.) Áhaldarhús Þórshafnarhrepps því það er kúl að reyta arfa.
3.) Naust dvalarheimili aldraðra á Þórshöfn
4.) Eyrin bar/restaurant
4 bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur:
1.) Stella í orlofi
2.) Rockstar
3.) Walk the line
4.) Pirates of the Carabian
4 staðir sem ég hef búið á:
1.) Lækjarvegur 7 Þórshöfn
2.) telst heimavistin með?
3.) uuu...var einusinni í herberginu við hliðina á hjónaherberginu á Lækjarveginum
4.) Svo var ég í einhvern smá tíma þar sem að skrifstofan hans pabba er núna...hef ekki mikið staðið í flutningum um ævina sko.
4 sjónvarpsþættir sem mér líkar:
1.) Futurama
2.) Sex and the city
3.) Desperate houswifes
4.) That 70's show
4 síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:
1.) Muninn.is
2.) mbl.is
3.) Hugi.is
4.) spamadur.is
4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
1.) Ásbyrgi
2.) Reykjavík
3.) Noregur
4.) Öræfin
4 matarkyns sem ég held uppá:
1.) pizza a la Gunna
2.) grillaðar lambakótilettur með miklu salati
3.) grænmetissullpottrétturinn hennar mömmu með einhverju kjöti og fleiri spennandi afgöngum...namm
4.) Svalbarðbjúgu (fyrir þig Jónína :D)
4 staðir sem ég vildi heldur vera á núna:
1.) Sófanum heima
2.) á leið til Kanarí
3.) á Pink Floyd tónleikum
4.) Ætla ekki að segja... :)
Jæjja...þar hafið þið það.
Kv. Hildur Ása
Lag dagsins: Have a cigar-Pink Floyd
sunnudagur, febrúar 12, 2006
laugardagur, febrúar 11, 2006
Ég er búin að sitja í allan dag við skjáinn og dunda mér við að henda linkum inn á síðuna og skrifa "profile-ið" mitt. Átti í einhverjum erfiðleikum með að setja inn mynd með þar, en það verður bara að bíða betri tíma. Færlslan hérna að ofan er jú síðan í janúar og leið aðeins lengri tími en ég ætlaði mér þangað til nú. Upphaflega ætlaði ég að fá mér nýja síðu vegna þess að mér líkaði ekki hin en svo kom það upp á daginn að einhver djöfull flutti þar inn og ég þurfti því að hlaupast á brott.
En hungrið hefur sagt til sín svo ég ætla að hlaupa niður í kvöldmat....svo bæjjó
Kv. Hildur Ása
En hungrið hefur sagt til sín svo ég ætla að hlaupa niður í kvöldmat....svo bæjjó
Kv. Hildur Ása
laugardagur, janúar 21, 2006
eitthvað nýtt
Góðann og blessaðann daginn. Ég fékk skyndilega þá hugmynd áðan að búa til nýja bloggsíðu. Ekki það að ég sé mjög harður bloggari, kanski breytist það eitthvað með tilkomu nýrrar síðu. Ég fílaði aldrei útlitið á gömlu blogcentral síðunni, svo fáir möguleikar og svo ljótir. Ég er sáttari við valmöguleikana hérna og þeir eru líka fleiri.
En ég ætla að bíða með það að vinna í síðunnu þangað til eftir prófin, þegar ég kem heim í fríið enda lítið að gera hvort er.
Oseisei, maturinn byrjaður niðri og sálfræðibókin bíður mín með eftirvæntingu, vildi að ég gæti sagt hið sama. En allavega þá kveð ég að sinni og læt í mér heyra aftur innan örfárra daga...vonandi :D
Blésó
Kv. Hildur Ása
málsháttur dagsins: Jafnvel ferfætt dýr getur hrasað; lærður maður líka.
Lag dagsins: Celebration day-Led Zeppelin
En ég ætla að bíða með það að vinna í síðunnu þangað til eftir prófin, þegar ég kem heim í fríið enda lítið að gera hvort er.
Oseisei, maturinn byrjaður niðri og sálfræðibókin bíður mín með eftirvæntingu, vildi að ég gæti sagt hið sama. En allavega þá kveð ég að sinni og læt í mér heyra aftur innan örfárra daga...vonandi :D
Blésó
Kv. Hildur Ása
málsháttur dagsins: Jafnvel ferfætt dýr getur hrasað; lærður maður líka.
Lag dagsins: Celebration day-Led Zeppelin
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)