Ég sagði upp stöðu minni sem bloggari í fyrradag þegar Kata hélt að hún væri kúl og gæti rekið mig. Í langan tíma hef ég ekki haft guðmund um það hvers vegna ég er að þessu, eða ekki að þessu (fyrir þá sem eru ekki að skilja er ég að tala um að "blogga"). Ég veit ekki til þess að ég hafi nokkurn tíman komið af stað miklum samræðum á þessari bloggsíðu sem ég er búin að vera með í rúmlega ár og er þriðja bloggsíðan sem ég hef haldið upp...eða niðri ef svo má að orði komast. Man heldur ekki eftir því að hafa sagt nokkuð merkilegt hérna. En hvers vegna bloggar maður yfir höfuð?
Það mætti segja að hið dæmigerða blogg sé einhverskonar klónun af manni sjálfum sem er staðsett á veraldarvefnum þar sem allir geta "hlustað" á mann og "talað" við mann ef þeir yfir höfuð kæra sig um það. Það eina sem þú þarft að gera er að skilja eftir smá sýnishorn af hversdagslífi þínu. En reyndar er þar með ekki öllu á botninn hvolft þar sem sumir eru góðir pennar og kunna að segja skemmtilega frá hversdaglegum hlutum eða skrifa áhugaverða pistla. Burt séð frá því hvort ég sé góður eða lélegur penni er málið það að þetta er eitthvað sem ég nenni bara ekki að leggja metnað minn í þ.e. að blogga yfir höfuð.
En hvers vegna er ég þá að þessu?
Ekki veit ég það með vissu. Ætli það sé vegna þess að allir aðrir eru að því og það er kúl? Eða er það vegna þess að það felst ákveðið vald í því að geta sagt sínar skoðanir á veraldarvefnum?
Nja...eins og ég segi þá hef ég ekki hugmynd um það en tókst núna að gera bloggfærslu um eitthvað sem öllum er sama um og þar með talið mér...svo ég nenni ekki að svara spurningunni...
En til að gera eitthvað "blogglegt" get ég komið með þetta:
Lag líðandi stundar: Enjoy the silence með Depeche Mode
...daddaladdaláá
miðvikudagur, janúar 31, 2007
mánudagur, janúar 29, 2007
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)