Fólk...skrýtið fyrirbæri. Óútskýranlegt og hálf sorglegt fyrirbæri, þó býsna ögrandi viðfangsefni. Enda verðum við öll að klást við það viðfangsefni út ævina.
Til þess að gera hlutina ögn flóknari og erfiðari viðfangs flokkast ég líka undir fyrirbærið "fólk" og bý þar með yfir öllum þeim göllum sem tilheyra þessu fyrirbæri. Ekki þó halda að ég sjái ekkert nema galla í fólki, þar sem það er líka fært um að gera ýmsa frábæra hluti í bland við hina slæmu. Viðfangsefnið sem ég er að tala um eru mannleg samskipti. Það sem gerir það svo erfitt viðfangs er margbreytileiki einstaklinga. Engir tveir geta mögulega haft sama sjónahorn á heiminn, eins og sagði í einhverri félagsfræðibók "hver og einn skoðar heiminn með sínum gleraugum". Síðan lifa og hrærast einstalingar í ólíkum aðstæðum og krinumstæðum. Það gerir það að verkum að fólk bregst mjög misjafnlega við ólíkum aðstæðum.
Þetta er kanski farið að hljóma eins og efnisgrein í einhverri sálfræðibók, en þetta er bara smá pæling. Ef allir eru svo anskoti ólíkir á allan hátt, hvað gerir það þá að verkum að sumir eru "líkari" sumum en öðrum? Hvað gerir það að verkum að þú átt auðveldara með að tjá þig við suma heldur en aðra? Hvers vegna lamdi stóri kallinn litla kallinn?
Endalaust er hægt að koma með spurningar, en það er alveg sama þó þú haldir að þú hafir svarið á reiðum höndum...þá held ég samt að þú hafir það ekki.
Þegar aðstæður, persónuleiki, skap, bakgrunnur, sjálfsálit og svo margt fleira spilar inn í hegðun fólks á degi hverjum (eða jafnvel hverri mínútu?), þá er svolítið erfitt að hafa svarið á reiðum höndum.
Þegar upp er staðið finnst mér stundum tilgangslaust að reyna að eiga samsipti við fólk yfir höfuð þar sem enginn getur skilið mann til fulls eða maður skilið hinn aðilann. Fólk vill oft misskilja hvort annað, sjá hlutina aðeins með sínum "gleraugum" og haga sér síðan samkvæmt því.
Þrátt fyrir þessa hálfbitru lýsingu á mannlegum samskiptum er ég ekki að lýsa því yfir að nú ætli ég að draga mig inn í þykka skel og vera þar það sem eftir er ævinnar. Þvert í móti er þetta verkefni sem flestir ættu að spreyta sig á. Reyna aðeins að stíga út fyrir kassann sem við erum búin að búa til í kringum okkur, eða líta aðeins út fyrir "gleraugun" sín og skoða heiminn án þeirra.
mánudagur, september 18, 2006
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)